Örvitinn

Orsök ástandsins samkvæmt Ómega

Ég flakkaði yfir á Ómega í dag af einhverri rælni. Sá Eirík sjónvarpsstjóra og annan mann kvarta undan því hvað umfjöllun um slátrun Ísraela á Palestínumönnum væri ósanngjörn gagnvart Ísraelum. Það var þó ekki það merkilegasta hjá trúarnötturunum því Eiríkur og félagi hans töluðu einnig um að ástæða "ástandsins" á Íslandi í dag væri sú að við styðjum ekki Ísrael. Þeir vitnuðu í Biblíuna, töluðu um djöfullinn og gott ef þeir sögðu ekki amen. Ég gafst upp og skipti eftir þrjár mínútur.

kristni
Athugasemdir

hildigunnur - 18/01/09 18:22 #

vá, það er ekki upp á þá logið, þarna!

Þórður Ingvarsson - 18/01/09 21:39 #

Hélt að ástandið í þjóðfélaginu í dag væri útaf því Ísland sýnir svo mikla linkind gagnvart samkyhneigðum... :S