Örvitinn

Opið vinnurými er heilsuspillandi

Open-plan offices are making workers sick, say Australian scientists

THE evidence is overwhelming - working in an open plan office is bad for your health.

Australian scientists have reviewed a global pool of research into the effect of modern office design, concluding the switch to open-plan has led to lower productivity and higher worker stress.

Ég er alveg tilbúinn til að trúa þessu. Veit ekki hver í ósköpunum fékk þá hugmynd að það væri gáfulegt að setja fólk í opið rými þar sem ómögulegt er að fá næði - nema kannski með því að mæta í vinnuna á kvöldin og um helgar.

(via Joel on Software)

vísanir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 18/01/09 19:59 #

Ég er á tveimur stöðum, annars vegar umkringdur fólki og hins vegar einn. Mér finnst miklu þægilegra að einbeita mér einn.

Kristján Atli - 18/01/09 20:23 #

Þetta kemur mér ekki vitund á óvart. Ég vann í fyrra á skrifstofu sem verkefnastjóri ásamt tveimur öðrum verkefnastjórum. Við vorum sett á stórt skrifborð með prentara í miðið og sátum gegn hvort öðru, þannig að ég var öllum stundum að horfa framan í tvær manneskjur (og þær framan í mig), auk þess sem umferðin í kringum skrifborðið okkar var talsverð.

Mér leið vægast sagt illa að skoða tölvupóstinn minn, hvað þá ef maður þurfti að hoppa inn á netbankann eða eitthvað því persónulegra, vegna umferðarinnar fyrir aftan stólinn minn, auk þess sem manni fannst að hver geispi eða hnerri væri skrásettur af hinum tveimur. Veikindin hjá okkur þremur voru mikil - hjá mér meiri en ég á að venjast og mér fannst hinir tveir stundum skiptast á að vera heima lasnir.

Sem sagt, þessi niðurstaða kemur mér ekkert á óvart. Fólk við tölvu skoðar "sínar síður" á netinu hvort sem það er í næði eða ekki. Gefðu því næðið.

Kristján Atli - 18/01/09 20:24 #

Já, og skrifstofan í heild sinni var þannig útbúin að ef ég ætlaði að svara prívat símtali var salernið eini staðurinn sem kom til greina. Ekki skemmtilegt.

Læt þetta nægja í bili. Ég hef í mörg ár vanist því að hafa mitt rými með tölvu- og skrifborðsvinnuna og því má segja að þú hafir komið við taug með þessari færslu. :)

Jón Magnús - 18/01/09 20:35 #

Þegar TW fluttist á Laugarveginn þá var rýmið alveg opið - það fannst mér hrikalegt. Mér fannst mun skárra þegar sett voru upp skilrúm en maður fær víst aldrei 100% privacy nema að vera einn á skrifstofu.

Ég tek undir þetta sem þú ert að segja að hluta, þessi geiri okkar snýst oft um að ná að einbeita sér og þá nær maður að koma mestu í verk.

Már - 18/01/09 21:44 #

Ég held að þetta snúist, eins og svo margt annað, um meðalhóf. Opna rýmið hefur fjölmarga kosti í för með sér umfram lokaðar einmenningsskrifstofur. Hins vegar gekk þessi tískubylgja allt, allt of langt. Fólk er byrjað að átta sig á því, en vonandi verður ekki gengið of langt í því að hólfa alla niður.

Matti - 19/01/09 01:00 #

Bókin Peopleware er sennilega ennþá það besta sem skrifað hefur verið um þetta efni. Mæli afskaplega mikið með henni.

Mummi - 19/01/09 10:07 #

Alveg sammála.

Ætla alltaf að lesa Peopleware. Er inni á (alltof löngum) soon-to-read lista.