Örvitinn

78,6%

Mannfjöldi 1. desember 2008 eftir trúfélögum og sóknum

Þetta er miklu betra en ég þorði að vona :-)

Reyndar fæ ég svo 79,11% hér. Fyrri talan er hlutfall af 16 ára og eldri. Það er frábær áfangi að þetta sé komið undir 80%. Nú þurfa prestar að breyta námundun sinni.

kristni vísanir
Athugasemdir

Matti - 19/01/09 09:14 #

Ég ætla að svara sjálfum mér.

Prestar hafa fyrir nokkru skipt um taktík, nú tala þeir ekki lengur um hlutfallið í ríkiskirkjunni heldur vísa þeir nær alltaf í alla þá sem tilheyra kristnum söfnuðum.

Júlíus Freyr - 19/01/09 09:22 #

En er hlutfallsleg fækkun ekki að megninu til vegna innflytjenda sem eru skráðir óskilgreindir en ekki beinnar fækkunar í Þjóðkirkjunni sem slíkri?

Teitur Atlason - 19/01/09 09:24 #

Þetta er stórkostlegt! Ég þakka þennan góða árangur að hluta, baráttu Vantrúar. Vissulega þarf ekki neina Vantrú til að benda á þann ótétt sem fólgin er í ríkiskirkjufyrirkomulaginu en Vantrú hefur sannarlega staðið í fararbroddi í baráttunni gegn þessum órétti.

Þú átt sannarlega hrós skilið sem formaður Vantrúar. Þú hefur staðið þig afar vel.

-Bravó Matti.

Matti - 19/01/09 09:25 #

En er hlutfallsleg fækkun ekki að megninu til vegna innflytjenda sem eru skráðir óskilgreindir en ekki beinnar fækkunar í Þjóðkirkjunni sem slíkri?

Að einhverju leyti.

Það fækkar í ríkiskirkjunni á aldursbilinu 15 ára og yngri. Einnig fjölgar í fríkirkjunum, þannig að fólk leitar þangað. Það fjölgar í hópnum 16 ára og eldri, væntanlega vegna þess að árgangurinn sem varð 16 ára í fyrra hefur verið þokkalega stór.

Mér er í raun nokk sama um ástæðuna í dag, á eftir að skoða tölurnar betur næstu daga, mér finnst bara stórkostlegt að hlutfallið sé komið undir 80% :-)

Matti - 19/01/09 09:31 #

Eins og fram kemur á síðu Hagstofunnar:

Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hlutfall fer niður fyrir 80%. Það má að nokkru leyti skýra með miklum aðflutningi erlendra ríkisborgara á árinu 2008 en þeir flokkast við komuna til landsins með óskráðum trúfélögum nema þeir skrái sig sérstaklega í trúfélög

Reyndar taka þeir aldrei fram að stóran hluta af þessum tæpu 80% sem ríkiskirkjan hefur er hægt að skýra með sjálfkrafa skráningu í trúfélag við fæðingu. Skil ekki af hverju sú skýring kemur aldrei á síðu Hagstofunnar.

Sérstaklega þegar við vitum að ekkert samræmi er milli trúarviðhorfa íslendinga og trúfélagsskráninga.

Svo finnst mér frekar kjánalegt óþarfti að gera ráð fyrir að allir útlendingar séu trúaðir.

GH - 19/01/09 09:39 #

Þarna inni vantar mig, er ekki búin að afskrá mig úr þjóðkirkjunni en það er mjög stutt í það. Hefði líklega ekki komið það til hugar fyrr en ég fór að lesa vantrúarvefinn, var alveg dofin fyrir þessu. Er trúlaus en áttaði mig ekki á ruglinu sem hefur viðgengið í sambandi við þjóðkirkjuna. Allt peningasukkið, spillingin, fordómarnir, þöggunin (m.a. v. kynferðislegrar áreitni í kirkjum og kristilegum sumarbúðum) og svo trúboð í skólum/leikskólum sem mér finnst síðasta sort. Segi bara TIL HAMINGJU!

Matti - 19/01/09 10:28 #

Mæli með ferð í Þjóðskrá í hádeginu og svo hádegisverði í Maður lifandi sem er í sama húsi.

Mbl fjallar um málið. Það verður fróðlegt að fylgjast með moggabloggum.

María - 19/01/09 10:44 #

Líka visir.is. Mun betri umfjöllun þar.

Matti - 19/01/09 10:46 #

Umfjöllun Vísis. Hún er góð, m.a. bent á að barn sé sjálfkrafa skráð í trúfélag móður.

Matti - 19/01/09 11:15 #

Ég veit ekki hvernig mér yfirsást þetta, en í ár tekur Hagstofan sérstaklega fram að "athuga skal að nýfædd börn teljast til trúfélags móður".

Þetta gerðu þeir ekki í fyrra og við gerðum athugasemd við það. Þannig að ég hrósa Hagstofunni fyrir þetta. Þessi athugasemd mín er því hálfgert bull :-)