Örvitinn

Að borga ekki skuldir

Ef fjölmargir hætta að borga skuldir sínar, hver á þá að borga? Ég?

Mér finnst það ekki beinlínis sanngjarnt.

Ég er ekki í óskilum. Á ég að skammast mín fyrir það?

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 20/01/09 12:08 #

Já, ég á erfitt með að sjá hvernig þessi taktík getur bætt nokkuð. Það þarf hins vegar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að fólk missi íbúðir og hús í þúsundatali því þá verðum við líka öll fökkt.

teitur atlason - 20/01/09 12:12 #

Ég ætla ekki að borga meira uns þessi ríkisstórn hefur farið frá. Athugið að brennuvargarnir eru í ríkisstjórninni. Fólkið sem er ábyrgt fyrir ástandinu.

skuldari - 20/01/09 12:13 #

Ég er ekki í óskilum og samt á ég að borga þær skuldir sem hluthafar bankanna þurfa ekki að borga.

Hverju munar það fyrir gjaldþrota bankana ef þeir fella niður skuldir okkar eymingjanna, venjulega fólksins, launæþeganna, hljóta að vera miklu minni upphæðir en það sem "óreiðufólkið" Jón Ásgeir , Ólafur, Þorgerður og elítan í VR t.d. hefur fengið afskrifað og heldur samt sínum eignum.

Og vittu til, skuldir sjávarútvegsins falla á okkur líka og þeir halda samt kvótanum.

Afhverju má ekki afskrifa okkar skuldir líka ? Og við samt halda eignunum ?

Snýst ekki málið um þetta ?

Matti - 20/01/09 12:15 #

Ef það á að afskrifa skuldir allra sem eru í vanskilum, hvað á þá að gera fyrir þá sem eru ekki í vanskilum? Hafa staðið skil á sínu.

Ef við afskrifum fimm milljónir af þínum skuldum (svo ég skáldi eitthvað dæmi), ætti ég þá að fá fimm milljónir afhentar svo ekki sé verið að mismuna okkur?

teitur atlason - 20/01/09 12:21 #

Það á s.s bara að afskrifa skuldir sumra en ekki allra.

-Voðalega íslenskt ekki satt?

skuldari - 20/01/09 12:24 #

Það er búið að afskrifa skuldir t.d. Birnu bankastjóra. Fékkstu þú þær á debit reikninginn þinn ?

Af hverju má ekki afskrifa þínar ( segjum 3 milljónir þó þú sért í skilum ) og mínar 300 þúsund ( og er samt í skilum )

Og við samt kvitt ?

Óli Gneisti - 20/01/09 12:27 #

Ég skil aldrei þá rökfræði að ranglæti réttlæti meira ranglæti, sérstaklega af því að þetta ranglæti mun koma í hausinn á mér en ekki bankastjórunum og stjórnmálamönnunum.

Matti - 20/01/09 12:41 #

Aðal atriðið er að skuldir eru bara ein hlið á málinu. Á móti skuldum eru væntanlega eignir. Ef við afskrifum allar skuldir rýrna þær eignir.

Ég er ekki að segja að ekki eigi að koma til móts við skuldara, að sjálfsögðu á að gera það, sérstaklega þá sem eru að lenda í slæmum málum vegna gengisfalls eða verðbólgu. En það þarf að gera af skynsemi.

Mér finnst eins og sumir haldi að þeir geti nýtt sér ástandið til þess að sleppa við að borga skuldir.

Það er eins og sumir vilji ekki horfast í augu við að eitt af því sem gerist í þessari kreppu er að fólk mun fara á hausinn, verður gjaldþrota. Að sjálfsögðu er það hrikalegt, en því miður þarf að gera fullt af einstaklingum og fyrirtækjum upp ef þau geta ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Sem betur fer búum við (ennþá) í velferðarríki og gjaldþrot þarf ekki að vera endalok. Fólk hefur orðið gjaldþrota á Íslandi áratugum saman og svo mun verða áfram. Það er mikilvægt að lánastofnanir vinni með fólki og reyni að aðstoða það við að komast hjá gjaldþroti, en í einhverjum tilvikum er það óhjákvæmilegt.

Erla - 20/01/09 12:56 #

Á Íslandi er óvenjulega hörkuleg löggjöf um skuldara og gjaldþrot einstaklinga. Löggjöfin gerir lánadrottnum kleift að halda skuldakröfum á einstaklinga vakandi alla ævi þannig að engin leið er fyrir skuldarann að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf s.s. eftir of mikla skuldasöfnun. Sérstaklega er þetta ömurlegt núna þegar svo margir hafa tekið svo mikið að láni. Bankarnir hvöttu til þess því nú er komið í ljós að þeir reiknuðu sér sem eign það sem þeir lánuðu einstaklingum. Og þá gátu þeir sýnt fram á góða eignastöðu gagnvart erlendum lánadrottnum. Lögfræðingar og fræðimenn, aðallega þeir sem eru erlendis s.s. Ólafur kennari í Columbia-háskóla, hafa skrifað um þessa löggjöf. Kynnið ykkur hvað hann segir um þetta.

Líf - 21/01/09 11:04 #

Það er líka önnur hlið á þessu. Ef menn fá niðurfelldar skuldir þá telst það til skattaívilnunar og borga þarf tekjuskatt. Svo eru einhverjar undanþágur í lögum ef menn eru gjaldþrota og þess háttar.