Örvitinn

Mótmælin

Ég var að koma aftur í vinnuna. Þetta voru (eru) heljar mótmæli. Fullt af fólki og gríðarleg læti. Sá lögreglu gasa og handjárna nokkra mótmælendur. Var sjálfur búinn að koma mér burt af því svæði nokkrum mínútum áður.

Nokkrar myndir.

Mótmælandi handtekinn við Alþingishúsið

Mótmæli við setningu Alþingis

Björn Bjarnason gengu í þingsal

Kristján Möller

Hvaða glott er þetta?

Siggi pönk ber trumbur fyrir framan Alþingishúsið

Mótmælandi með gasgrímu á við Alþingishúsið

dagbók
Athugasemdir

egill - 20/01/09 15:24 #

Mynd númer 3 er algjört gull. Svo er Siggi Pönk líka flottur.

Jón Magnús - 20/01/09 15:29 #

Ég fer nú ekki af því að það hafi verið þegar mest lét þarna um 5000 manns. Ég vona að þessi fábjánar í ríkisstjórninni sjái að venjulegt fólk (ekki bara þessi svokallaði skríll sem þeir geta ignorað) er búið að fá nóg.

Algerleg búinn að fá nóg af þessu liði. Að seðlabankastjóri og FME pakkið skuli sitja ennþá er algjörlega óskiljanlegt. Dabbi hlýtur að vera með einhverjar klámmyndir af Geira með einhverri hóru. Eina leiðin til að skýra þetta rugl.

Theódór Norðkvist - 20/01/09 15:37 #

Matti, ég held að myndin af Birni Bjarnasyni á milliganginum komi til greina sem fréttamynd ársins.

Táknrænt fyrir ráðherrana, sem hafa búið um sig í glerhúsi og lokað sig af frá fólki.

Á haugana með Geir stendur á skilti og fyrir ofan hans helsti meðreiðarsveinn.

Jón Magnús - 20/01/09 15:47 #

Sammála því Theódór, mjög góð mynd af Birni.

Gunnar - 20/01/09 15:49 #

ehrm sé núna myndina af BíBí, afsakið lætin :)

Arnold - 20/01/09 18:08 #

Matti, tilhamingju með þessar myndir. Þær eru frábærar. Þú toppar alla fréttaljósmyndara landsins. Efsta myndin er mjög sterk. Myndirnar af ráðherrunum líka. Mjög táknærnar. BB hunsar fólkið en samgönguráðherra glottir við tönn. Ef það er ekki dæmigert fyrir stjórnvöld. Aftur til hmingju með þetta. Snilld!

Matti - 21/01/09 00:33 #

Takk Arnold. Ég er ánægður með BB myndina, var búinn að plana það skot en var samt að vona að Geir myndi ganga undir skiltið :-)