Örvitinn

Handtekinn fyrir að taka ljósmynd

Óskar Hallgrímsson var handtekinn fyrir að taka þessa ljósmynd.

3214322326_1d9985f13b.jpg

Á lögreglustöðinni eyddi lögreglan öllu af minniskortinu hans (sem er lögbrot). Vissu ekki að það er hægt að bjarga gögnum af minniskortum þó búið sé að formata þau eða eyða skrám.

Ég var handtekinn í dag útaf því að ég tók þessa mynd. stuttu seinna kemur lögreglumaðurinn sem horfir í linsuna og rífur mig af fótum mér í gegnum " línuna " og rífur í hálsmálið á mér og hristir mig til og öskar " Þetta er ekki bara ég, þetta snertir fjölskylduna mína líka. Ef þú birtir þessa mynd þá drep ég þig. Ég kannast allveg við þig og veit allveg hver þú ert "

nú segi ég.

Kæri lögreglumaður

Ég hræðist þig ekki, kondu bara, ég er ekki að brjóta á þér með því að vinna vinnuna mína, eins og þú ert bara að vinna þína. Þegar þú hótar mér lífláti til þess að sporna við tjáningarfrelsi mínu þá ert það ÞÚ SEM ERT AÐ BRJÓTA LÖG og gefur öllum þínum starfsbræðrum og systrum slæmt nafn í leiðinni. Þú ættir bara að sjá kurteisina og almennilega heitin sem ég fékk frá hinum lögreglumönnunum eftir að þú handtókst mig fyrir að taka af þér mynd.

kæri Lögregluþjónn.. Skammastu þín.

Úr umræðu á ljósmyndakeppni.is.

pólitík
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 21/01/09 01:36 #

Alltaf skulu svona svartir sauðir skemma trúverðuleika lögreglunnar. Ekki eins og þeir megi við því, greyin.

Sigurjón - 21/01/09 03:57 #

En hvað gekk á áður, og á sama tíma Skari tók þessa mynd? Ég á mjög bágt með að trúa því að hann "aðeins tekið eina mynd" og ekki látið einhver vel valin orð falla í hita leiksins. Það voru teknar fullt af myndum af löggunni í dag, af hverju leiddi þessi mynd til handtöku?

Það réttlætir hinsvegar ekkert að lögregluþjónn fari að hóta mönnum lífláti, slíkt eiga menn ekki að komast upp og því rétt hjá Skara að birta þessa mynd.

jhe - 21/01/09 04:46 #

Nú þurfa fjölmiðlamenn að vinna vinnuna sína og hafa upp á manninum eða yfirboðurum hans og bera upp á hann þessa líflátshótun.

Matti - 21/01/09 07:39 #

Sigurjón, ég hef enga ástæðu til að draga sögu Óskars í efa. A.m.k. varð ég ekki var við að ljósmyndarar væru með dólgslæti þegar ég var á svæðinu. Svo þykir mér það renna stoðum undir frásögn hans að lögreglan skyldi reyna að eyða öllu af minniskortinu hans.

Birgitta Jónsdóttir - 21/01/09 07:51 #

Það er alvarlegra en fólk almennt gerir sér grein fyrir að eyða gögnum án gildrar ástæðu - sem augljóst er ekki í þessu tilfelli - af hverju er löggan ekki með númerin sín sýnileg - það er líka lögbrot. Gott hjá ljósmyndaranum að láta ekki kúga sig til hlýðni - höldum bara áfram að mótmæla - þessu valdi sem leyfir svona vinnubrögðum að grassera í sínu skjóli.

Þórir Gunnar - 21/01/09 10:39 #

Ég varð vitni að því þegar Óskar var tekinn af þessum lögreglumanni. Get vottað að hann gerði ekkert nema að taka þessa mynd. Var frekar brugðið yfir því hvernig hann var svo dreginn í gegnum garðinn og tuskaður til.

Almenningur - 21/01/09 11:06 #

Nú þarf Almenningur að fá lögfræðing til að senda kæru vegna hvers þess sem lögreglan gerir, sem fólk vill meina að sé hugsanlega á svig við lög.

Bæði til að halda vörð um rétt Almennings, en ekki síður til að hjálpa lögreglunni að bæta starf sitt.

Það er jú skylda lögreglunnar að halda uppi lögum og reglu - eftir lögum og reglu. Íslenska löggæslan hefur óskaplega takmarkaða reynslu af valdbeitingu á þeim skala sem þarna um ræðir, og það er eðlilegt að ýmislegt fari úrskeiðis. Og það sem úrskeiðis fer, verður því aðeins lagað að til komi ytri þrýstingur.

Þetta getur Almenningur vitnað um af eigin reynslu, hafandi verið embættismaður á vegum löggæslunnar í rúmlega hálfan áratug.

Fannar - 21/01/09 13:28 #

ok ég var einmitt að velta því fyrir mér afhverju engar svæsnar myndir höfðu komið inn á netið... Framganga lögreglunnar gekk yfir öll mörk og mér finnst engar myndir í vefmiðlum sýna það hvernig ástandið virkilega var... og ég hef ekki séð eina einustu mynd frá því þegar verið var að fara með fangana í lögreglubílinn.. Þá missti lögreglan alveg stjórn á sér.. ég sá mann fall í jörðina og 4 lögreglumenn börðu hann með kylfum. Þetta á ekki að gerast á Íslandi og það hlýtur einhver að hafa myndað það hvernig lögreglan gekk raunverulega fram i gær.

Ægir - 21/01/09 13:58 #

Eru ekki eftirlitsmyndavélar allan hringinn á alþingishúsinu? Þarf ekki bara að krefjast þess að þær upptökur verði gerðar opinberar?

Rómverji - 21/01/09 14:00 #

Eru vitni að líflátshótuninni?

Rómverji - 21/01/09 14:28 #

Eru vitni að líflátshótuninni?

Matti - 21/01/09 14:31 #

Ég veit það ekki. Kannski kíkir Þórir Gunnar aftur hingað og svarar því. Annars getur þú reynt að spyrja Óskar Hallgrímsson sjálfan.

Jens G. - 21/01/09 16:01 #

Í öllu þessu gleymist að lögreglumenn eru líka mennskir, þeir eru feður og eiga sínar fjölskyldur. Finnst ykkur þetta öfundsvert hlutskipti að standa fyrir framan hóp sem þennan??? Hvað mynduð þið gera ???

Matti - 21/01/09 16:07 #

Ég hef ekki orð við að nokkur sé að gleyma því að lögreglumenn séu mannlegir.

Þeir bera mikla ábyrgð og það er skelfilegt þegar þeir misbeita valdi sínu eins og dæmi eru um. Jafnvel þó hópur sem þessi standi fyrir framan þá.

Matti - 21/01/09 17:07 #

Takk fyrir Sigurjón. Ég vísa núna á einnig myndina hans á flickr, var bara með slóðina á .jpg skrána sjálfa.

Lesandi - 21/01/09 21:03 #

Væl er þetta! Prófið sjálf að vera í hringiðu þessa skrílsláta og reyna að hafa hemil á liðinu. Tel hæpið að þið mynduð alltaf taka gáfulegar ákvarðanir og halda ró ykkar.

Matti - 21/01/09 21:05 #

Æi, einhver nafnlaus fasisti mættur á svæðið.

Ég tel ekki vænlegt að láta fólk sem ekki þoli pressu hafa piparúða og stórar kylfur. Mér þykir æskilegt að lögreglumenn fái þjálfun í að þola svona "skrílslæti".

Í þessu tilviki er ljóst að lögreglumaður hafði ekki nokkra ástæðu til að handtaka þennan ljósmyndara. Það er engin afsökun þó lögreglumaðurinn hafi verið undir álagi.

jonas - 21/01/09 22:42 #

Þetta er góð mynd , en hvað er svona merkilegt við hana? Hvað við þessa mynd , triggeraði svona brjálæðiskast hjá viðkomandi lögreglumanni?

ari - 22/01/09 00:09 #

Óskar Hallgrímsson er hann ekki að vinna fyrir visir.is

Glóbjartur - 22/01/09 00:21 #

Ég skil þetta ekki.......þetta er bara flott mynd af þessum jöxlum í vinnunni sinni. Þessi umræddi maður sem horfir í linsuna þekkist nú varla. En núna eftir þetta verður hann þekktur.

ónefnd - 22/01/09 02:46 #

Ég þekki þennan mann sem horfir í linsuna og ef hann hafi verið að hóta þér kemur mér ekki á óvart, hann er snargeðveikur og veit ekki hvað hann er að gera í löggunni, Líklega til að fá útrás á sinni geðveiki..

Hver var það? - 22/01/09 06:29 #

Hvor þessara lögreglumanna hótaði þér? Kannast við þann vinstra megin, er ekki að trúa því upp á hann,

Matti - 22/01/09 07:36 #

Eins og fram kemur í færslunni, þá tók Óskar Hallgrímsson þessa mynd. Ekki ég.

Skorrdal - 22/01/09 09:52 #

Afhverju eru ofsafengið ofbeldi lögreglu réttlætt með álagi, þegar margar aðrar starfsstéttir í samfélaginu búa við mun meira álag en notast sjaldan við ofbeldi? Því er lögregluofbeldi réttlætt með svona barnalegum rökum?

"Taktu helvítis lyfin þín, hóran þín, ef þú vilt ekki hafa verra af!" hrópaði geðlæknirinn sem hafði staðið vaktina síðustu 20 tímana á göngudeildinni.

"Ef þú hættir ekki reykja, auminginn þinn, þá drep ég þig í næstu skurðagðerð," öskraði skruðlæknirinn á hjartasjúklinginn sem var í sinni fjórðu aðgerð.

Leikskólarök fasista og lítið annað. Sumir hafa gaman af því að niðurlægja aðra - einhverjir þeirra hafa fengið búning í þeim tilgangi og nota hann óspart.

maður að norðan - 22/01/09 14:24 #

geggað flott mynd .... her a akureyri er lögreglan með kako og spjall en þarna er allt i hershöndum.... það eru til geðsjukir men i lögregluni og margir vel vanhæfir þar sem hafa verið lengi nyverið var Daniel Pall lögreglumaður a akureyri latin fara hljoðlega þvi að ekki ætluðu þeir að viður kenna að harðasti dopisti skithæll og ofbeldis maður norðurlands fyrr og siðar hafi verið lögga... en hann var latin fara eftir guð ma vita hvað margar kærur og ölvunar/vimuefna akstur heimilis ofbeldi og þjofnaði. hann var i ransokn og fikniefna deild

Axel - 22/01/09 19:15 #

þú hefðir átt að sleppa því að rífa kjaft :)

Halldór Ásgeirsson - 22/01/09 20:50 #

Mér finnst vegið að geðsjúklingum í þessari umræðu. Mjög fáir sem þjást af geðsjúkdómum eru ofbeldis- hneygðir og því finnst mér hoggið í ranga knérun. Hitt er annað mál að lögreglan vinnur við afleitar aðstæður. Vanhæf ríkistjórn beitir fyrir sig fámennu og vanþjálfuðu lögregluliði, sem er ekki vant að vinna undir því álagi sem verið hefur undan- farna sólarhringa. Við skulum bara vona að þetta fari ekki ver en orðið er. Lögreglan getur ekki haldið þetta út miklu lengur. Ég dáist að, bæði 9 af hverjum 10 lögreglumönnum fyrir þolinmæðina og fórnarlundina og ég dáist líka að 9 af hverjum 10 mótmælendum sem geta líka haldið aftur af reiði sinni. Baráttukveðjur: Halldór Ásgeirsson, skipstjóri og kennari.