Örvitinn

Táragas - nóg komið

Fjandinn hafi það, nú er nóg komið. Lögregla og mótmælendur ganga of langt. Varla beittu þér táragasi án góðrar ástæðu (jújú, það gæti alveg gerst). Ég ætla rétt að vona að þeir hafi haft góða ástæðu. Annars verður allt vitlaust.

Það þarf að endurhugsa þessi mótmæli. Draga úr ofbeldi. Jafnvel þó lögreglan hafi átt sök í mörgum (flestum) tilvikum réttlætir það ekki að mótmælendur séu farnir að láta skap sitt bitna á lögreglu í auknu mæli. Einstaklingar verða að taka ábyrgð á sínum gjörðum þó þeir séu hluti af hóp.

Mér líst ekkert á þetta.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 22/01/09 01:29 #

Gunnar segir í athugasemd á Nei:

Ég var þarna og var búinn að vera fyrir framan Alþingishúsið í hátt í klukkutíma þegar þeir gösuðu Austurvöll. Þann tíma hafði ekki verið kveikt í neinni framhurð á húsinu. Hvort það hafi gerst áður veit ég ekkert um.

Þannig að meint íkveikjutilraun var á engan hátt kveikjan að táragasinu. Og jú, það voru einhverjir hálfvitar að atast í löggunni, miklu eðlilegra að mazea þá til að taka úr umferð heldur en gasa alla sem voru þarna að tromma og syngja og mótmæla friðsamlega.

Þetta var fáránleg aðgerð og verulega vanhugsuð og mun því miður líklega kalla á meira ofbeldi á morgun. Nema stjórnin fari frá.

Eyja - 22/01/09 08:27 #

Það er náttúrlega þetta með mótmælendur og ekki mótmælendur. Hver sem er getur blandað sér í hópinn bara til að hafa átyllu fyrir einhverjum látum og slagsmálum við lögguna án þess að það hafi í raun neitt með mótmælin sem slík að gera. Það er ekkert víst að þeir sem eru að mótmæla af hugsjón hafi nokkuð komi nálægt grjótkasti og íkveikjum, enda skaðar það jú málstaðinn.