Örvitinn

Hin friðsama kristnitaka

Í annarri grein sem heitir Setti ég Ísland á hausinn? segist hann [Jón Ásgeir Jóhannesson] vera tilbúinn að ræða málin með rökum og sanngirni. Það væri best ef svo gæti orðið og að siðvæðing þjóðfélagsins færi fram með jafn friðsömum hætti og kristnitakan á að hafa gert á sínum tíma,

Einar Már Guðmundsson í grein í Morgunblaðinu í dag.

kristni
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 26/01/09 02:34 #

Hvernig ætti gíslataka Noregskonungs að hjálpa til við að siðvæða Ísland?

Matti - 26/01/09 09:36 #

Það má kannski segja að við höfum upplifað aðra gíslatöku þegar IMF og kó neyddu okkur til að semja um Icesave áður en þeir veittu okkur aðstoð.

Kristján Hrannar Pálsson - 26/01/09 11:32 #

Reyndar telst kristnitakan á Íslandi vera með friðsömustu siðbreytingum. Landið klofnaði t.a.m. ekki í tvennt með tilheyrandi blóðsúthellingum eins og endalaus dæmi má finna um. Að sjálfsögðu er gíslatakan og einstaka pyntingar Noregskonungs ekki beint hugguleg, en hafa verður í huga að honum var meira í mun að ná Íslandi á sitt yfirráðarsvæði heldur en að það væri kristnin sjálf sem skipti öllu máli. Ef hann næði að innræta kristni á Íslandi væri auðveldara fyrir hann að sölsa landið undir sig.

Talið er að heiðnin hafi ekki verið setið gríðarlega sterkt í fólki á þessum tíma; "Hvíti-Kristur", Jesús þess tíma var mikill og voldugur konungur einhvers staðar sunnan í löndum sem var ekkert svo ósvipaður ásum heiðninnar, og margir ásatrúarmenn töldu sig getað dýrkað æsina og Krist í leiðinni sem n.k. "aukaás". Þannig að, já, í mínum huga var kristnitakan nokkuð friðsamleg.

Óli Gneisti - 26/01/09 11:40 #

Þannig að ef við tækjum börn ráðherra sem gísla og þeir gæfu eftir þá væri byltingin væntanlega friðsöm, miðað við byltingar?

Kristján Hrannar Pálsson - 26/01/09 12:01 #

Ég er að bera kristnitökuna saman við aðrar siðbreytingar. Á þeim skala er hún óumdeilanlega friðsöm þó gíslataka sé það aldrei á okkar mælikvarða. Mótívið fyrir gíslatökunni var heldur ekki fyrst og fremst vegna kristninnar heldur vegna valdaspils, þar sem kristnin átti að þjóna sem menningarlegur jarðvegur fyrir það sem koma skyldi.

Óli Gneisti - 26/01/09 12:10 #

Það geri ég einmitt í mínu dæmi. Ég bara nota samanburðinn byltingar en ekki siðbreytingar. Bylting þar sem forystumenn stjórnar gæfust upp eftir að börnum þeirra væri rænt væri um leið friðsöm miðað við aðrar byltingar.