Örvitinn

Fyrrverandi formaður

Ég er ekki lengur formaður Vantrúar. Ákvað að gefa ekki kost á mér aftur eftir að hafa verið formaður í tvö ár. Finnst það ágætur tími þó hann hafi verið fljótur að líða. Formenn mega helst ekki vera þaulsetnir í að mínu mati.

Fjórir af fimm stjórnarmönnum koma nýir inn, gjaldkerinn situr áfram.

Ég neita því ekki að ég kunni ágætlega við mig í stöðunni þó það hafi stundum verið þreytandi þegar fólk ruglaði mér saman við trúarleiðtoga. Held sumt fólk sé stundum ekki alveg að skilja hvernig Vantrú virkar og vilji ekki sjá greinarmuninn á félaginu og trúfélagi. Meðal þess sem greinir Vantrú frá trúfélögum er að formaðurinn er ekki óskeikull og alvaldur. Var það ekki að minnsta kosti :-)

dagbók
Athugasemdir

Teitur Atlason - 26/01/09 10:11 #

Þú hefur staðið þig ótrúlega vel Matti. Ég er svo stoltur að vera í Vantrú því við höfum sannarlega sagt frá ýmsu sem áður lá í þagnargildi. Ég þakka það Vantrú að verulegu leyti að ríkiskirjumeðlimir eru nú 79% þjóðarinnar en ekki 90 eins og var þegar Vantrú byrjaði. Vantru hefur leitt trúmálaumræðuna í landinu og verið með frumkvæið allann tímann.

Takk fyrir góðan tíma. Framundan eru spennandi tímar. Ég bind vonir við að með mögulegri stjórnarskrárbreytingu mun hin illræmda 62. grein vera tekin út.

Enginn almennileg stjórnarskrá innifelur í sér að þegnar landsins skulu tilheyra einu trúfelagi nema að annað sé tekið fram.

Matti - 26/01/09 14:25 #

Það er nóg af verkefnum fyrir Vantrú, það vantar ekki.

Spurning hvort svona athugasemdir færist ekki yfir á nýjan formann :-)

Ástæðan er jafn einföld & ég. Ég virði þennann Gunnar í Krossinum jafn lítt & Matta í Vantrú,... #

LegoPanda - 26/01/09 18:44 #

Þú hefur staðið þig vel sem formaður, verið góð fyrirmynd fyrir efahyggjufólk alls staðar með framkomu þinni í fjölmiðlum. Takk fyrir að þjóna félaginu Vantrú svona vel í því:)

Það tekur fólk örugglega tíma að venjast því að einhver annar en þú sért núna formaður. Ætli það fái sálrænt skammhlaup? Kæmi mér ekki á óvart.