Örvitinn

Dóms og kirkjumála

Ég minni á að dómsmálaráðherra er líka kirkjumálaráðherra. Þó sumum finnist það hlutverk léttvægt eru aðrir sem telja að mikilvægt sé að ráðherra Gvuðs sé helst ekki snarbilaður. Chi.

Ef trúarnöttari verður skipaður í það embætti byrja ég að kasta eggjum.

Ég er óskaplega hræddur um að í allri umræðu um nýtt Ísland og nýja stjórnarskrá muni smáatriði eins og jafnrétti og trúfrelsi víkja fyrir kristinni arfleifð íslensks afturhalds. Vonandi hef ég kolrangt fyrir mér.

pólitík
Athugasemdir

Ibba Sig. - 26/01/09 23:55 #

Er einhver alger trúarnöttari á þingi núna? Fyrir utan einn prest sem er ekki að fara í ráðherrastól.

Matti - 26/01/09 23:59 #

Hér verð ég að játa að trúarnöttari var kannski frekar ýkt orð í þessu samhengi.

En þeir eru nokkrir á þingi sem ég held að séu afskaplega trúaðir, eflaust er lítil hætta á að þeir verði ráðherrar. Höskuldur Þórhallsson og Árni Johnsen eru trúarnöttarar Kolbrún Halldórs, Jón Magnússon, Þorgerður Katrín, Björn Bjarnason og einhverjir fleiri eru ansi kristin.

Halldór E. - 27/01/09 02:34 #

Það er margt að varast í þessu. Fyrirgreiðslupólítíkus frá Vestmannaeyjum með bakland í Landakirkju og Betel er líklega ekki skárri kostur en trúarnöttari. Það er nefnilega ekki alltaf trúarnöttararnir sem eru verstir heldur þeir sem telja sig vini og verndara okkar trúarnöttarana (sbr. trúlausa bóksalan á Suðurlandi).

Matti - 27/01/09 10:48 #

Góður punktur.

Jón Yngvi - 28/01/09 11:51 #

Í Noregi er kirkjumálaráðuneytið samtvinnað menningarmálaráðuneytinu (Kultur- og kirkedepartementet). Er ekki einfaldast að hafa þetta eins hér? Kata Jakobs er utankirkjukona.

Matti - 28/01/09 13:09 #

Það er a.m.k. augljósari tenging milli kirkju- og menningarmála heldur en kirkju- og dómsmála.

Már - 30/01/09 09:45 #

Jah, það felst mögulega ákveðin samlegð í verklýsinguninni "að dæma lifendur og dauða".