Örvitinn

"Júðar"

Merkilegur tvískinnungur í gangi varðandi orðið "júði". Stundum skiptir orðið sjálft öllu máli, stundum engu. Hvort er það? Fer það eftir því hvaðan það kemur? Samhenginu? Skiptir kannski mestu máli hverjir gagnrýna?

dylgjublogg
Athugasemdir

Eiríkur Örn Norðdahl - 28/01/09 11:48 #

Hvers konar tvískinnungur?

Annars hélt ég að það væri viðtekinn kunnskapur, að merking orða stýrist að miklu leyti af samhenginu sem þau standa í - bæði málfræðilegu og félagslegu.

Matti - 28/01/09 13:08 #

Alveg rétt.

Ásgeir - 28/01/09 14:58 #

Ef Hallgrímur Pétursson segir það, þá er það í lagi. Annars ekki.

Steindór J. Erlingsson - 28/01/09 18:09 #

Hér eru nokkur sýnishorn frá Hallgrími P.

Passíusálmur 8:6
"Jesús þeim sýndi í sannri raun
sálarheill, náð og frelsi.
Guðs syni Júðar guldu í laun
grimmd, hatur og fangelsi".

Passíusálmur 10:1
"Til Hannas húsa herrann Krist
harðráðir Júðar leiddu fyrst ..."

Passíusálmur 15:1
"Mjög árla uppi voru
öldungar Júða senn,
svo til samfundar fóru,
fyrstir þó kennimenn.
Í ráðslag létu leiðast,
líkar það öllum vel,
hvernig þeir gætu greiðast
Guðs syni komið í hel".

Eiríkur Örn Norðdahl - 29/01/09 10:57 #

Hvort orðið hjá Hallgrími er í sjálfu sér niðrandi, er ekki auðvelt að segja til um, þó antí-semitisminn sé augljós í Passíusálmunum. Það gæti einfaldlega hafa verið hlutlaust orð fyrir gyðing - enda er þetta orð 'jude' notað í öllum nágrannalöndum okkar án þess að merkja nokkuð illt.

Það hefur í öllu falli allt annan tón og merkingu í reiðhjólabúð 2009 en á Saurbæ anno 1659.

Steindór J. Erlingsson - 29/01/09 12:48 #

Ef Hallgrímur P. las On the Jews and Their Lies og/eða Of the Unknowable Name and the Generations of Christ, báðar frá árinu 1543, eftir Lúther þá er ég ekki viss um að þú hafir rétt fyrir þér. Gyðingaandúðin sem þar kemur fram er þess eðlis að árið 1998 sá lútherska kirkjan í Bæjaralandi ástæðu til þess að gefa út eftirfarandi yfirlýsingu:

"It is imperative for the Lutheran Church, which knows itself to be indebted to the work and tradition of Martin Luther, to take seriously also his anti-Jewish utterances, to acknowledge their theological function, and to reflect on their consequences. It has to distance itself from every [expression of] anti-Judaism in Lutheran theology."

Eiríkur Örn Norðdahl - 29/01/09 17:28 #

Steindór - ég á ekki við að Hallgrímur hafi ekki verið anti-semítisti, það fer ekkert á milli mála í PS hverjum er kennt um misþyrmingar Krists.

Ég átti bara við að þetta tiltekna orð hafi líklega (að minnsta kosti 'kannski') haft aðra og hlutlausari merkingu þegar Hallgrímur reit það.

En alveg eins og einhver getur sagt að svertingjar séu heimskir, án þess að 'svertingi' sé það sem maður amast við, þá er auðvitað hægt að vera antí-semítisti án þess að öll orð manns beri því hreinræktað vitni.