Örvitinn

Halló heimur, wsgi og web.py

Kvöldið fór að stórum hluta í að skrifa og keyra tvær útgáfur af halló heimur.

Fyrri útgáfan var skrifuð beint ofan á mod_wsgi og sú seinni studdist við web.py (keyrt ofan á mod_wsgi).

Lenti í smá content-type veseni með seinni útgáfuna, þurfti að setja það inn beint. Var dálítinn tíma að átta mig á því hvernig ég átti að stilla mod_wsgi í apache en það reynist vera fáránlega einfalt.

WSGI er frekar hrátt, ekki hugsað sem forritunarviðmót heldur millilag milli vefþjóns og framework (t.d web.py eða Django).

web.py sýnist mér vera hæfilega stórt, gæti hentað vel í lítil og stór verkefni. Ég ætla a.m.k. að byrja á því að útfæra litið verkefni í því.

python
Athugasemdir

Nonni - 30/01/09 22:58 #

Töff. Ertu að dunda þér, eða verður þetta notað í vinnunni?

Hefurðu eitthvað leikið þér með SQLAlchemy upp á gagnagrunnsendann?

Matti - 30/01/09 23:16 #

Ég er bara að fikta núna og ætla að nota þetta fyrir persónuleg smáverk. En ég stefni á að nota WSGI í vinnunni ef ég finn almennilega útfærslu fyrir iis. Er núna að keyra python kóða undir asp.

Nei, ég hef ekkert notað SQLAlchemy en hef lesið mér til um það. Fer beint í grunn með DB API 2.0 library (adodbapi og nú síðast pyodbc). Er semsagt að vinna á móti MS SQL í vinnunni. Á mínum server tengist ég MySQL með MySQLdb. web.py hjúpar gagnagrunnstengingar eitthvað, ég ætla að prófa það næst.

Er eitthvað vit í þessum database wrapperum eins og SQLAlchemy?

Nonni - 01/02/09 22:07 #

Ég veit ekki hversu mikið vit er í ORM partinum af SQLAlchemy, en ég var hrifinn af transactionpælingunum hjá þeim. Þetta var aðallega á fiktstiginu hjá mér og fer varla lengra. Bæði af því ég er að nota DB2 og líka vegna þess að það var tekin ákvörðun um að nota Ruby sem skriftumál í vinnunni.

Fínt að fá nördafærslur endrum og eins. Er búinn að fylgjast með bloggi WSGI gaursins, en ekki nennt að koma mér inn í það. Er þetta ekki eins og java servlets, eða er þetta stærra en svo?

Ég væri hlynntur því að þú bloggaðir um framvindu, og birtir kóðann líka :-)