Örvitinn

Pólitísku spunabloggin

Úr punktabloggi:

Hættið að endurskrifa það sem flokkurinn eða heimildarmenn innan flokksins segja ykkur að skrifa. Slíkt á heima á síðum flokkanna. Spunablogginn eru vettvangur gróusagna sem "heimildarmenn" þora ekki að standa við.

Það er algengt að trúmenn saki gagnrýnendur um reiði, hatur eða sárindi.

dylgjublogg
Athugasemdir

Andrés - 01/02/09 14:43 #

Bíddu. Ertu semsagt hættur í kommentakerfinu hjá mér í bili?

Hvað af þessu á ég að taka til mín?

Trúmenn? Er því beint til mín?

Ég er almennur félagsmaður í Samfylkingunni og ekki með neinn aðgang að flokkssíðum. Ég er með mína eigin bloggsíðu og lýsi þar mínum eigin skoðunum sem fara alls ekki alltaf saman við forystu míns flokks. Skrýtið að ofurbloggari eins og þú sért að amast við því.

Óli Gneisti - 01/02/09 17:02 #

Þar sem þessi færsla er mjög tengd spjalli okkar Matta held ég að ég geti fullyrt að hann hafi ekki verið að vísa í þig með þessu. Hefur þú ekki séð það hvernig hópar af bloggurum eru á grunsamlegan hátt alltaf með sömu línuna?

Matti - 01/02/09 18:12 #

Gísli Freyr Andrés, fyrsta reglan um dylgjublogg er að maður ræðir ekki dylgjublogg. Eins og sést vísa ég í það sem ég skrifaði í gærkvöldi eftir samtal mitt og Óla.

Andrés - 01/02/09 19:11 #

Fair enough! :)