Örvitinn

Fræðimennska Þórhalls Heimissonar

Það er dálítið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Þórhalls Heimissonar þegar hann er gagnrýndur. Í greininni Kafað í barnalauginni: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson fjallar Óli Gneisti um Nornahamarinn sem er alræmt rit sem var notað af þeim sem stunduðu nornaveiðar. Þórhallur heldur því fram að það sé "rangt sem sumir halda fram að kaþólska kirkjan hafi formlega nýtt sér bókina til ofsókna gegn meintu galdrahyski".

Óli færir fyrir því rök að þessi fullyrðing Þórhalls sé vafasöm, Kaþólska kirkjan hafi vissulega bannað Nornahamarinn en það hafi verið gert eftir nornafárið. Viðbrögð Þórhalls eru klassísk, hann svarar ekki neinu. Það væri ekkert mál fyrir hann að vísa á heimildir sínar en það gerir hann ekki. Óli Gneisti virðist því hafa rétt fyrir sér með að Þórhallur hafi fyrst og fremst stuðst við Wikipediu.

Þess má geta enn og aftur að Morgunblaðið hefur ekki ennþá birt grein Óla Gneista þar sem hann svarar Þórhalli í ritdeilu þeirra um landvættina. Óli sendi greinina til Morgunblaðsins 23. nóvember. Þórhallur telur sig hafa átt síðasta orðið í þeirri deilu.

vísanir