Örvitinn

Stiglitz: "Látið bankana fara í þrot"

Let banks fail, says Nobel economist Joseph Stiglitz

"There is an argument for letting the banks go bust. It may cause turmoil but it will be a cheaper way to deal with this in the end. The British Parliament never offered a blanket guarantee for all liabilities and derivative positions of these banks," he said.

Er Stiglitz ekki að ráðleggja Bretum að gera það sama og gert var hér?

(séð á reddit)

vísanir
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 03/02/09 16:11 #

Nei, mér sýnist hann vera að leggja til að það eigi að leyfa bönkunum að fara á hausinn, frekar en að þjóðnýta þá.

Matti - 03/02/09 16:13 #

Erum við ekki í raun að láta gömlu bankana fara á hausinn? Er það ekki hlutverk skilanefnda, að reyna að ná sem mestum verðmætum úr gömlu bönkunum og greiða sem mest af skuldum þeirra - áður en þeir verða gerðir upp?

Eða snýst þetta um að hér voru eignir (og skuldir) færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju?

Sindri Guðjónsson - 03/02/09 16:14 #

Eftri að hafa lesið greinina í heild, virðist hann vera að leggja til eitthvað svipað og var gert á íslandi.

Sindri Guðjónsson - 03/02/09 16:15 #

Ekki viss. Fyrst þegar ríkið keypti Glitni, þá voru þeir bara að bjarga bankanum frá þroti, taka hann yfir. Fyrst hélt ég að Sitglitz væri bara að segja, "látum bankana fara á hausinn", látum þá í friði. "Laissez-faire".

Sindri Guðjónsson - 03/02/09 16:19 #

Mín skoðun er sú að Davíð Oddsson hafi gert mikinn óleik þegar hann ákvað að kaupa (þjóðnýta) Glitni, frekar en að lána þeim pening með tryggingu í veðum.

Matti - 03/02/09 16:22 #

Hefði það breytt einhverju? Voru bankarnir ekki allir á leið í þrot hvort sem er?

Sindri Guðjónsson - 03/02/09 16:31 #

Í versta falli hefði ríkið eignast bankann, þegar hann gat ekki endurgreitt lánið, og staðan væri í versta falli jafn slæm og ídag. Í besta falli hefði Glitnir getað þraukað. Hlutabréfin í öllu hrundu um leið og Glitnir var Þjóðnýttur.

Bankarnir voru búnir að segja við Seðlabankann í mörg ár, aftur og aftur og aftur, að það þyrfti að margfalda gjaldeyrisforðann. Í mörg ár. En sauðnautin í Seðlabankanum tóku ekki mark á því. Lausafjárkreppan skall svo á, og ekkert lausafé til.

Jón Magnús - 03/02/09 17:42 #

Ef eitthvað er að marka þessa erlendu hagfræðinga sem hafa verið að tjá sig um þetta bankakerfi okkar að það hefði eingöngu verið tímaspursmál hvernær þeir færu á hausinn og aukinn gjaldeyrirforði, jafnvel tíföldun á honum, hefði ekki dugað.

Mistökin liggja í skipulagi kerfisins sem lagt var upp með. Þ.e. bankarnir áttu að vera allt að því frjálsir í útþenslu sinni og Seðlabankinn og FME voru ekkert að reyna að hemja þá útþenslu. Vöxturinn var allt of hraður á of stuttum tíma - gat bara endað á enn veg nema menn hefði gert eins og Seðlabankastjóri Líbanons sem tók í taumana á bankakerfi Líbanons fyrir 2 árum síðan.

Þeir voru á sömu leið og við en munurinn var þeir höfðu Seðlabankastjóra sem vissi hvað hann var að gera en við ekki svo þannig fór sem fór.

Sindri Guðjónsson - 03/02/09 19:04 #

Ég skal ekki segja. Það var yfirlýst stefna stjórnvalda að Ísland yrði "fjármálamiðstöð". Ef þeim var alvara þá hljóta þeir að hafa þurft að hafa nógu stóran forða til að Seðlabankinn gæti sinnt þessum stóru bönkum.

Annars verð ég að viðurkenna að ég veit ekki almennilega um hvað ég er að tala, nema þegar ég tala um Bibliuna/kristindóm, Skák, eða lögfræði.

Arnold - 03/02/09 21:42 #

Gömlu bankarnir hafa ekki enn farið á hausinn. Þeir eru ekki í greiðslustöðvun. Þeir eru ekki í gjaldþrotameðferð. Skilur einhver utan skilanefndanna hvað er í gangi?

Jón Magnús - 03/02/09 23:56 #

Það sem stjórnvöld gerðu er ekkert annað en klassískt kennitöluflakk bara á aðeins stærri skala en hefur verið gert áður.

Sindri, því miður fyrir okkur Íslendinga þá var hugmyndafræðin - "Ísland verður fjármálamiðstöð", byggt á sandi. Allir(99%) stjórnmálamenn voru heilaþvegnir af ný-frjálshyggju (sumir virðast það ennþá). Hagfræðingar og viðskiptafræðingar hafa verið menntaðir í bulli frá HÍ (Hannes Hólmsteinn) síðustu 10-20 ár. Nýja hagkerfið og hinn frjálsi markaður sem átti að leysa allt var ekkert annað massíf peningaprentun(ekki raunveruleg verðmæti) sem hlaut á endanum að enda.

Old school hagfræðingar eins og Gunnar Tómasson voru búnir að sjá þetta fyrir löngu. Það þýddi bara ekkert að rökræða við þessa ný-frjálshyggju vitleysinga þar sem "fræðin" sem þeir byggðu á voru líkast trúarbrögðum. Hann var t.d. búinn að skrifa ófáar greinar um hvað honum fannst um þau hagstjórnarmistök sem íslensk stjórnvöld hafa verið að gera í gegnum tíðina og við erum að líða fyrir í dag. Það hafði bara ekkert að segja, hann var talinn vitleysingur af þeim en hver er vitleysingurinn núna?

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 12:40 #

"Mistökin liggja í skipulagi kerfisins sem lagt var upp með. Þ.e. bankarnir áttu að vera allt að því frjálsir í útþenslu sinni og Seðlabankinn og FME voru ekkert að reyna að hemja þá útþenslu."

En hefðum við nokkuð getað stöðvað eða heft útrásina og útþennsluna sem slíka, nema að segja upp EES samningnum? Megin efni hans er frjáls för fjármagns, vöru og þjónustu milli landanna sem eiga aðild að samningnum.