Örvitinn

Pólitískt sjálfstæði Seðlabankans

Heyrði ég rétt - eru Sjálfstæðismenn á þingi að tala um að forsætisráðherra vegi að pólitísku sjálfstæði Seðlabankans með því að skipta um bankastjóra?

Eru sjálfstæðismenn að tala um Seðlabanka Íslands? Þar sem Davíð Oddsson er formaður bankastjórnar, Halldór Blöndal formaður bankaráðs og Hannes Hólmsteinn situr í bankaráði.

Væri ekki nær að sjálfstæðismenn hætti þessu helvítis rugli. Þetta verður vandræðalegra með hverjum degi sem líður frá því flokkurinn missti völdin.

pólitík
Athugasemdir

Jón Magnús - 06/02/09 13:07 #

Við vorum að ræða þetta sama í hádeginu - þetta er sturlun. Farið að minna á ruglið og bullið sem kom út úr sumum repúblikönum í kosningabáráttunni í BNA í haust.

Þetta eru einhverskonar Ann Coulter pundits típur, þetta virðist vera taktíkin hjá XD núna.

Sindri Guðjónsson - 06/02/09 13:50 #

"Væri ekki nær að sjálfstæðismenn hætti þessu helvítis rugli. Þetta verður vandræðalegra með hverjum degi sem líður frá því flokkurinn missti völdin."

Það má ekki hrófla við stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins. Þeir eiga etta dót. Hinir eru búnir að stela essu.

Sindri Guðjónsson - 06/02/09 13:53 #

Ég vona bara að þeir fari ekki að skipa dómara i dómstóla Sjálfstæðisflokksins.

Jón Magnús - 06/02/09 14:01 #

Skv. öllu virðumst við vera kominn á þetta stig eftir 18 ára setu XD í ríkisstjórn :) Takk fyrir þetta Sindri.

Már - 06/02/09 20:29 #

Hugsaði þetta nærri orðrétt, Matti, þegar ég heyrði fréttirnar.

hildigunnur - 06/02/09 22:53 #

afneitunin er fullkomin. Það er ekki pólitískt ef VIÐ erum við stjórnvölinn, það er eðlilegt. Gerist aðeins pólitískt ef aðrir ætla að troða sér að með sínar stórhættulegu skoðanir, já og frekju!

Einar - 07/02/09 10:03 #

Það er líkt og firringin hafi náð nýjum og óheyrðum hæðum hjá sjöllum þessa fyrstu daga í sæti stjórnarandstöðunnar. Ekki fyrr stignir úr stjórnarsetu og þeir tala eins og þeir hafi verið í andstöðunni í fleiri ár. Það sorglega er að þeir virðast smita soldið út frá sér s.b. Þingumræða varð að höfundarréttardeilu

Matti - 07/02/09 19:55 #

Gísli Freyr segir af sinni alkunnu visku:

Hvernig myndi það líta út á alþjóðavettvangi ef ljóst væri að Seðlabankinn væri ekki sjálfstæður? Hvernig lítur það út ef stjórnmálamenn geta ráðið og rekið bankastjóra eftir pólitískum vindum hverju sinni? Myndi það auka traust á fjármálakerfið?

Það lítur örugglega rosalega illa út þegar stjórnmálamenn ráða sig sjálfa sem Seðlabankastjóra!