Örvitinn

Jóhanna styður fjármálaóreiðu þingmanns

Væri ekki við hæfi að segja að Jóhanna telji fjármálaóreiðu engu máli skipta þegar skipa þarf ráðherra?

„Yfirlýsing vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um Lúðvík Bergvinsson, alþingismann.

Í grein í Morgunblaðinu í dag, sunnudaginn 8. febrúar, er fjallað um fjármál Lúðvíks Bergvinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar, og fullyrt að staða þeirra skýri að hann gegni ekki embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. Þessi fullyrðing er ekki sannleikanum samkvæm. Frá upphafi stjórnarmyndunarviðræðna Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lá fyrir að lögð var áhersla á að fá utanaðkomandi fagaðila til þess að gegna embætti ráðherra bankamála og dómsmála.

Reykjavík, 8. febrúar 2009,

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra“

Nei, það væri útúrsnúningur. Mig langaði bara að prófa að taka þátt í leiknum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Már - 08/02/09 21:47 #

Má ekki allt eins túlka þetta var þannig að einhver fleiri atriði, og þessu óskyld, hafi valdið því að Lúðvík hafi ekki komið til greina sem ráðherraefni...

Mér finnst orðalagið bera það með sér.