Örvitinn

Fjandans United

Var Giggs rangstæður?

boltinn
Athugasemdir

Matti - 09/02/09 08:48 #

Annars er það vörn United sem er að hirða þetta þessa dagana. Hver er tölfræðin, 8 1-0 sigrar í síðustu 11 leikjum? Þannig spila meistarar.

Björn Friðgeir - 09/02/09 10:33 #

Ég hefði einhvern tímann sagt 'Þannig spilar bara Chelsea' og þar áður 'Þannig spilar bara Arsenal' en ég ætla ekki að kvarta akkúrat núna.

Bragi - 09/02/09 11:19 #

1-0 to the Ars..... United :)

Svona er þetta bara. Liðið er troðfullt af mönnum sem vita hvað þarf til að vinna deildartitil. Liverpool inniheldur hins vegar ekki marga slíka... ef einhvern. Mér finnst þetta vera punktur sem kemur ekki nægilega oft fram. Menn læra að sigra titla og það kemst í vana. Taugatitringurinn minnkar og þetta verður að einhvers konar rútínu.

Matti - 09/02/09 11:25 #

Svo læra lið að skora mörk sem væru dæmd af Liverpool :-) (sbr. fyrra mark Kuyt í Portsmout leiknum, Liverpool á móti Stoke og þessháttar).

Annars hlýtur eitthvað lið að fara að skora hjá United, þetta gengur ekki lengur.

Kristján Atli - 09/02/09 11:57 #

1: Er þetta ekki rangstæða?
2: Bíddu, ertu að tala um United?
1: Eh, já. Af hverju?
2: Já neinei, þá eiga reglurnar ekki við, skilurðu.

En þetta er náttúrulega bara paranoja í okkur Púllurum, er það ekki? :)

Björn Friðgeir - 09/02/09 12:02 #

Æjá, þú ert að tuða undan rangstöðu...

Þessi mynd er tekin of seint, sendingin er komin :) Þeir fóru nógu oft yfir þetta á Sky, ekki rangstaða

Matti - 09/02/09 12:05 #

Nei, þessi mynd er tekin sekúndubroti áður en Scholes spyrnir, taktu eftir spyrnufætinum - ég tók skjáskotið sjálfur af youtube myndbandi. Auk þess er Giggs á leiðinni frá marki, úr rangstæðu.

Fóru þeir eitthvað yfir mark Kuyt og stórkostlegt klúður Babel? Í báðum tilvikum ranglega dæmd rangstæða.

Ég held því annars fram að United sé á toppnum vegna þess að þeir eru með besta varnarmann deildarinnar í Vidic.

Björn Friðgeir - 09/02/09 12:15 #

hm.

Já, sko, þá er giggs búinn að koma sér í réttstöðu þegar sendingin kemur :)

Bíddu??? er Carragher ekki LángBestur? Nú verðurðu rekinn úr Liverpool klúbbnum!

Matti - 09/02/09 12:37 #

Nei, Giggs er enn rangstæður - a.m.k. ef við miðum við Kuyt og Babel mælikvarðann ;-)

Liverpool stuðningsmenn eru ekki trúmenn og geta alveg játað þegar aðrir leikmenn eru sterkari.

Það er nóg fyrir okkur að eiga besta framherjann og þrjá bestu miðjumennina :-P

Matti - 09/02/09 13:12 #

Gerrard, Alonso og Mascerano. Varla ætlarðu að þræta fyrir það? :-O

Björn Friðgeir - 09/02/09 13:20 #

Gerrard á séns í að komast í United liðið, hinir ekki. Mascherano ekki verið svipur hjá sjón þetta árið og Carrick búinn að vera betri en Alonso.

Og svo er Ronaldo jafn mikill miðjumaður og Gerrard.

Matti - 09/02/09 13:26 #

Mascherano ekki verið svipur hjá sjón þetta árið og Carrick búinn að vera betri en Alonso.

Mascerano er þrátt fyrir allt fyrirliði Argentínska landsliðsins. Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil en var þó góður í síðasta leik og ekki gleyma því þegar hann pakkaði United miðjunni saman í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Mascerano er að mínu mati besti varnarmiðjumaður í heiminum í dag.

Alonso hefur átt frábært tímabil, Carrick þarf þá að hafa verið ansi góður.

Gerrard spilar dálítið oftar á miðri miðjunni en Ronaldo. Þannig að nei, Ronaldo er ekki jafn mikill miðjumaður og hann. Annars vill ég ekki hafa Gerrard á miðri miðjunni þó margir stuðningsmenn Liverpool séu þeirrar skoðunar. Mér finnst Alonso miklu betri í þeirri stöðu.

Björn Friðgeir - 09/02/09 13:34 #

Carrick hefur verið frábær.

Ef þú ert bara að tala um inn á miðri miðjunni... tja, já já, þessir þrír eru fínir ;)

Scholes er betri en þeir allir, svona einn leik í einu, Anderson var betri en Alonso í fyrra og hver þarf ekta varnarmiðjumann þegar við höfum Rio og Nemanja :) Þannig að eins og stendur er United frekar með breidd í hópnum í þessum stöðum en hitt (enda eins gott þegar t.d. Hargreaves er að missa af öllu timabilinu)

Annars hef ég mest fylgst með Liverpool í gegnum K**.is, og miðað við umræðuna þar er ég mest hissa á að þeir séu ekki í fallbaráttu! Það er hins vegar nokkuð langt í hina áttina farið þegar því er haldið fram að Liverpool sé með fína breidd í hópnum. Þá hló ég.

Matti - 09/02/09 13:44 #

Carrick hefur verið frábær.

Alonso hefur verið frábær ;-)

Scholes er betri en þeir allir, svona einn leik í einu

Scholes er frábær en á niðurleið. Auk þess kann Scholes ekki að tækla en fær að vera inni á vellinum eftir brot vegna þess að hann er rauðhærður!

Anderson var betri en Alonso í fyrra

Það er ekki hægt að líkja þessum leikmönnum saman, Alonso er miklu betri leikmaður en Anderson. Alonso átti vissulega slæmt tímabil í fyrra enda að glíma við erfið meiðsli.

hver þarf ekta varnarmiðjumann þegar við höfum Rio og Nemanja

Nokkuð til í þessu. Ég myndi stundum vilja sjá Liverpool liðið spila með Agger og Škrtel svo miðjan geti staðsett sig framar.

Það er hins vegar nokkuð langt í hina áttina farið þegar því er haldið fram að Liverpool sé með fína breidd í hópnum. Þá hló ég.

Ertu að tala um Liverpool liðið sem var án Torres og Gerrard í upphafi tímabils? Liðið sem skipti út sex leikmönnum í byrjunarliði milli síðustu tveggja leikja? Jú, menn geta sagt að Torres hafi komið inn á og bjargað leiknum en líta þá hjá því að Kuyt var búinn að skora mark sem var dæmt af og liðið hafði fengið góð færi til að klára leikinn.

Munurinn á liðunum liggur fyrst og fremst í því að United hefur getað fjárfest í fleiri topp leikmönnum. Sóknarlína United er beinlínis ógnvekjandi þó hún hafi ekki beinlínis verið að skila mörkum á tímabilinu, Liverpool án Torres mestanpart tímabils hefur skorað fleiri mörk en United. Rooney, Ronaldo, Berbatov og Teves eru engir aukvisar og ekki er verra að hafa Giggs og Scholes með af og til.

Björn Friðgeir - 09/02/09 13:53 #

Við vorum með níu leikmenn meidda um daginn, næstum heilt lið. Meiri breidd alls staðar. Það telst ekki með þegar allir varamenn eru jafn lélegir ;)

Í vörninni kæmist Agger í varaliðið okkar, aðrir ekki. (Carra er ekki issue, hann er svona ekta liðsmaður sem er frábær í sínu liði, væri mun minni annars staðar). Þið eru sterkir á miðri miðjunni, við erum með fjóra kantmenn sem myndu labba inn í liðið ykkar. Torres er bestur frammi en okkar fjórir senterar betri en allir hinir ykkar.

Nettó eyðsla Liverpool hefur ekki verið mikið minni, það er fljótt að koma saman þegar alltaf er verið að kaupa meðaldýra leikmenn, og það var drjúgt t.d. sumarið 2007 þegar við seldum varamenn fyrir einhverjar 25 millur.

Davíð Torfi - 09/02/09 16:43 #

"Scholes er frábær en á niðurleið. Auk þess kann Scholes ekki að tækla en fær að vera inni á vellinum eftir brot vegna þess að hann er rauðhærður"!

HAHAHAHAHAHAHA. Þessi er nú góður.