Örvitinn

Veikindi

Gyða fékk einhverja skæða pest í gær, var með slæman hausverk í gærkvöldi og skalf af kulda þrátt fyrir að vera ekki með mikinn hita.

Í nótt kom Inga María svo yfir til okkar og tilkynnti okkur að hún hefði ælt í vaskinn inni á baði. Ég fór og hreinsaði það og hún svaf upp í hjá okkur. Fór einu sinni inn á bað og ældi í klósettið - ég með henni til aðstoðar. Ældi ekki meira það sem eftir var nætur.

Þær mæðgur eru því saman heima í dag ásamt Áróru sem er í fríi í skólanum vegna árshátíðar.

Fjör í Bakkaselinu.

Ég byrjaði daginn í Borgarholtsskóla þar sem ég var í hlutverki klappstýru meðan Sævar Helgi flutti fínan fyrirlestur um geimverur. Þessir framhaldsskólafyrirlestrar eru hressandi.

(set þetta í prívat svo færslan endi ekki í rss, nenni því ekki þessa dagana.)

prívat