Örvitinn

Steingrímur stuggar ekki

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þvertók hins vegar fyrir það við þingumræðuna að um pólitískar hreinsanir sé að ræða. Formenn bankaráðanna hafi átt frumkvæðið að brotthvarfi þeirra. Hann spurði jafnframt hvort að sjálfstæðismenn hefðu meiri áhyggjur af af atvinnu eins til tveggja flokksgæðinga heldur en atvinnuleysi 13 - 14 þúsund manns. (# & #)

Jú Steingrímur, þið stuggið nákvæmlega svona. Hvernig ætlið þið að fá einhverja til að vinna fyrir ykkur (og þjóðina) ef þetta eru skilaboðin sem sífellt berast frá stjórnvöldum?

Ég asnaðist til að vera þokkalega bjartsýnn fyrir hönd nýrrar stjórnar. Nú er ég sífellt hræddari um að þau muni fokka þessu upp.

pólitík
Athugasemdir

Elías - 12/02/09 20:42 #

Hvað er þarna sem ekki er hægt annað en klappa fyrir?

Matti - 12/02/09 21:30 #

Hver er hæfari til að vera formaður stjórnar Glitnis heldur en Valur Valsson?

Óli Gneisti - 12/02/09 22:23 #

Og bað hann Val ekki um að halda áfram?

Matti - 12/02/09 22:26 #

Af hverju ætti hann að vilja halda "flokksgæðing" áfram?

Af hverju ættu Valur og Magnús að vera áfram þegar litið er á þá sem flokksgæðinga?

Þetta snýst um það að þegar stjórnvöld (Jóhanna, Gylfi) hafa sagt að þau treysti ekki ákveðnu fólki - er í raun vonlaust fyrir það fólk að vera áfram.

Óli Gneisti - 12/02/09 22:44 #

Er ekki næg traustsyfirlýsing að biðja mennina um að vera áfram?

Matti - 12/02/09 22:58 #

Nei, það finnst mér ekki. Þeim var ekki stætt í starfi eftir yfirlýsingar forsætisráðherra.

Þar fyrir utan finnst mér það dálítið falskt þegar hann vísar til þeirra sem flokksgæðinga daginn eftir.

Ég myndi setjast aftur í helgan stein ef ég væri í þeirra stöðu.