Örvitinn

easy_install rugl

Fjandakornið, þetta er meira böggið. Er að reyna að nota easy_install til að setja upp python soap pakka á Windows.

Vandinn er að þegar ég keyri easy_install (þetta er .exe skrá í /scripts foldernum undir python) keyrir það setupið í nýjum console glugga. Þar kemur einhver villa sem ég næ ekki að sjá því sá console gluggi lokast um leið! Þvílíkt rugl.

Hverju er ég að missa af? Er ekki einhver fáránlega auðveld leið til að leysa svona mál?

python
Athugasemdir

Matti - 19/02/09 19:20 #

Þess má geta að ég installaði suds með easy_install á ferðavélinni minni rétt í þessu. Það gekk vandræðalaust. Spurning hvort þessi popup hegðun sé bundin við Vista! Nenni ekki að eltast við það eins og er. Leiðist tölvuvesen!

HT - 19/02/09 20:17 #

Keyra upp command prompt í glugga og ræsa exe skrána af kommmandlínu?

Matti - 19/02/09 20:19 #

Ég hefði mátt taka fram að það er einmitt það sem ég geri :-) Þ.e.a.s. ég er að keyra þetta í cmd glugga, en á vista opnast annar cmd gluggi sem keyrir scriptið!