Örvitinn

Adam Carolla talar um trúleysi

Hressandi pistill.

(via reddit)

efahyggja
Athugasemdir

Haukur - 21/02/09 13:19 #

Hann virðist telja að trúarbrögð séu svo til eingöngu einhvers konar tilraun til að afneita því að dauðinn sé endanlegur og segir að ef hann hefði stofnað trúarbrögð fyrir nokkur þúsund árum sem höfðu ekki þann eiginleika hefðu þau aldrei getað slegið í gegn. Ég held hann mikli þetta fyrir sér. Í fornum gyðingdómi virðist til dæmis eftirlíf hafa verið algjört aukaatriði. Mósebækurnar mæla ítarlega fyrir um hegðun í þessu lífi en virðast ekki hafa neinn áhuga á eftirlífi. Fornar gyðinglegar bænir og trúarathafnir beinast ekki að því að öðlast eilíft líf heldur miklu frekar að blessun í þessu lífi.

Í ýmsum fornum heiðnum trúarbrögðum voru uppi ýmsar hugmyndir um eftirlíf en í langflestum tilfellum gekk trúarlífið fyrst og fremst út á þetta líf. Egypsk heiðni er dálítil undantekning en þar höfðu þróast mjög ítarlegar hugmyndir og athafnir tengdar framhaldslífi.

Með kristninni koma fram skýrt mótaðar kenningar um eftirlíf sem eru mjög mikilvægur hluti af þeirri trú. "Öndin mín að forðist pínu", var ástæðan sem Eysteinn munkur gefur fyrir því að yrkja Lilju.

Í Íslam er áherslan á eftirlíf (með eilífum unaði fyrir réttrúaða sem hafa hegðað sér rétt og eilífum kvölum fyrir alla aðra) ennþá meiri. Mjög mikill hluti af Kóraninum fjallar um þetta atriði.

Nóg í bili, ég þarf að skera niður hvað ég skrifa miklar langlokur í þetta kommentakerfi.

Matti - 21/02/09 13:23 #

Hann virðist telja að trúarbrögð séu svo til eingöngu einhvers konar tilraun til að afneita því að dauðinn sé endanlegur

Er hann ekki einfaldlega að segja að hræðslan við dauðann sé aðal ástæðan fyrir vinsældum stóru trúarbragðanna? Mér finnst ekki ástæða til að gera honum upp vanskilning á eðli trúarbragða (eða flækja það mál) í þessu samhengi.

Haukur - 21/02/09 15:10 #

Ég er nú að reyna að varpa ljósi á málið frekar en flækja það en hitt get ég alveg samþykkt að skilja þessa gagnrýni þannig að hún sé um stóru trúarbrögðin, kristni og íslam. Kenningar þessara trúarbragða um eftirlífið eru áreiðanlega stór hluti af skýringunni á því að trúboðar þeirra hafa brotið undir sig meirihlutann af heiminum. Þetta er hluti af skýringunni á því hvers vegna þessir sjúkdómar eru smitandi, svo að ég leyfi mér að nota dálítið neikvætt líkingamál.