Örvitinn

Ríkiskirkjuáróður í sunnudagsmogga

Hvorki fleiri né færri en átta ríkiskirkjumenn (sem titla sig guðfræðinga) skrifa áróðursgrein í sunnudagsmogga þar sem því er haldið fram að rekja megi kreppuna til minni trúar (svo ég taki þetta saman í grófum dráttum) og skort á kristnum gildum (ætli megi rekja þetta til hjónabanda samkynhneigðra?). Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig ríkiskirkjan reynir að blóðmjólka ástandið sér í hag. Siðleysið er svo fullkomið.

Nútímaþjóðfélag á Vesturlöndum er hins vegar orðið að "hagkerfi" þar sem neysluhyggja er meginuppistaðan: glerhýsi er komið í stað dómkirkju, milljarðarmæringur í stað hetju, forstjóri í stað dýrlings og hugmyndafræði græðginnar í stað trúarbragða.

Glerhýsi nútímans komast ekki nálægt því að vera jafn stórir minnisvarðar græðgi og margar dómkirkjur. Dýrlingar hafa verið notaðir til að safna gulli fyrir kirkjuna og trúarbrögðin hafa alltaf snúist um auð. Á Íslandi átti ríkiskirkjan orðið stóran hluta landsins, var langstærsti jarðeigandinn og fær á hverju ári um sex milljarða króna úr ríkisstjóði.

Ef þessir prestar (afsakið, guðfræðingar) vilja ræða um græðgi mæli ég með því að þeir lítið sér nær.

Morgunblaðið er orðið grín. Móðgun við þá íslendinga sem ekki aðhyllast kristni. Á sama tíma og trúleysingjar bíða mánuðum saman eftir að greinar þeirra birtist í blaðinu fær ríkiskirkjuapparatið heilsíðu í sunnudagsmogganum hjá prestssyninum.

Það er stigsmunur en ekki eðlismunur á þessum málflutningi ríkiskirkjufólks og málflutngi trúbræðra þeirra í Bandaríkjunum sem kenndu trúleysingjum og samkynhneigðum um hryðjuverkin 11. september.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Líf - 21/02/09 19:10 #

Skemmtilegt að kirkjunnarmenn hreyki sér líka um leið af því að 95% Íslendingar séu í þjóðkirkjunni og þannig nær allir kristnir ... hressandi þessir kristlingar.

Arnold - 21/02/09 19:43 #

Þeir sjá ekki bjálkann í auga sínu þessir prestar og hafa aldrei gert. Meir hræsnara er erfitt að finna. Og já Mogginn er grín. Megi hann fjara út sem fyrst.

Guðríður - 21/02/09 19:53 #

Bara fáránlegt hjá Mogganum. Kirkjan hræddi almúgann til hlýðni og undirgefni við sig með helvítislogum, nú er kreppan nýtt orð yfir helvíti! Frekar aumkunarvert og í raun fyndið ef manni væri hlátur í hug. Óskiljanlegt að eyða hátt í 6 milljörðum á ári í svona dellu á meðan t.d. heilbrigðiskerfið er í svona brýnni þörf fyrir fé.