Örvitinn

Stjórnmál og trú

Gaman að sjá að þetta er alveg aðskilið hér á landi. Grátlegt að sjá trúleysingjana í þessum hópi.

Ætli trúaðir þingmenn myndu mæta og lesa upp úr trúleysisritum ef þess væri óskað?

pólitík
Athugasemdir

Haukur - 23/02/09 13:46 #

Hafið þér vantrúaðir tekið saman einhverjar upplýsingar um trúarafstöðu þingmanna eða í hvaða trúfélögum þeir eru? Þetta er nokkuð sem væri oft fróðlegt að vita.

Matti - 23/02/09 13:47 #

Við höfum ekki tekið það saman formlega. Þekkjum skoðanir margra, jafnvel flestra.

Spurning hvort Vantrú taki saman lista fyrir kosningar.

Guðsteinn Haukur - 23/02/09 14:54 #

það væri áhugavert að slíkan lista fyrir kosningar Matti, og myndi ekki síður gagnast okkur trúfólkinu eins og ykkur.

En Denni J. er ekki yfirlýstur trúleysingi, en viðurkennir að vera "efahyggjumaður" í trúmálum.

Sjá hér: http://www.althingi.is/altext/raeda/131/rad20041129T182435.html

Og alveg finnst mér spurning afhverju þingmenn eru látnir lesa upp sálmanna, til hvers? Ráða prestarnir ekki við það lengur?

Matti, við erum aldrei þessu vant alveg ótrúlega sammála. Kraftaverkin gerast enn! ;)

Matti - 23/02/09 15:01 #

En Denni J. er ekki yfirlýstur trúleysingi, en viðurkennir að vera "efahyggjumaður" í trúmálum.

Ég þekki ekki trúarskoðanir Steingríms en trúleysingjar eru nú allir "efahyggjumenn" í trúmálum ;-)

Hefur einhver stjórnmálamaður á Íslandi sagt opinberlega að hann sé trúleysingi. ÓRG sagði það áður honum langaði að verða forseti og Jón Baldvin eftir að hann hætti í pólitík. Nota menn ekki bara orð eins og "efahyggja" til að lýsa skoðunum sínum í staðin?

Guðsteinn Haukur - 23/02/09 15:10 #

"Ég þekki ekki trúarskoðanir Steingríms en trúleysingjar eru nú allir "efahyggjumenn" í trúmálum ;-)"

Það segir sig sjálft er það ekki? :)

En hefur ekki Bjarni Harðar, 'góðvinur þinn' lýst því yfir að vera trúleysingi? ;)

En ég ég styð ykkur fullkomlega að gera svona lista um trúarviðhorf þingmanna.

p.s. tölvan sem ég er á er ekki með hornklofa takka, þannig ef þú getur lagað tilvitnanir og annað fyrir þá væri það vel þegið. :/

Haukur - 23/02/09 15:40 #

Steingrímur talaði meira um sín trúarviðhorf í þessari ræðu. Þar gerir hann greinarmun á trúleysingjum og efahyggjumönnum og talar, eins og stundum áður og stundum seinna, um hvað Noregur sé gott land.

Matti - 23/02/09 15:50 #

Jú, það er rétt. Bjarni Harðar er yfirlýstur trúleysingi og um leið gallharður stuðningsmaður trúboðs í skólum. Furðulegur gaur!

Ég horfði á þessa ræðu Steingríms í beinni og man eftir henni, sérstaklega framíköllum þegar Steingrímur gekk svo langt að segja að trúleysingjar hefðu líka rétt! Verst að framíköll eru ekki skráð í þingræðum og heyrast illa á upptökum.

Síðan skulum við ekki gleyma einum hópi enn sem á sinn fulla rétt eins og allir aðrir og það eru trúlausir. Að sjálfsögðu er rétturinn til trúleysis, (Gripið fram í.) hv. þingmaður, og nú bið ég hv. þingmann að stilla gleði sinni í hóf vegna þess að við erum að tala hér um mikið alvörumál sem ekki ber að hafa í flimtingum. (Gripið fram í.) Réttur manna til trúleysis, til þess að hafa þá afstöðu í lífinu að þeir aðhyllist ekki neina trú í hefðbundnum skilningi þess orðs (Gripið fram í.) heldur byggi lífsskoðun sína og lífsgildi sín á annarri nálgun, t.d. þeirri að aðhyllast húmanísk, siðræn lífsviðhorf (Gripið fram í.) og vera jafnvel félagar, aðilar að lífsskoðunarsamtökum. Við þurfum ekki að fara lengra í burtu en til hins ákaflega trúaða lands sem að mörgu leyti er, Noregs, til að finna nákvæmlega það, viðurkennd lífsskoðunarfélög við hliðina á trúfélögum sem njóta nánast allra sömu réttinda af því að það er bara virt og viðurkennt að í landi sem byggir á fullkomnu trúfrelsi, skoðanafrelsi, þá geta einstaklingar og hópar ef svo ber undir að sjálfsögðu alveg eins verið þeirrar lífsskoðunar að trúa ekki. (Gripið fram í.)

Svo er stór hópur sem ég held að eigi líka að muna eftir og það erum við efahyggjumennirnir sem þurfum líka náttúrlega að eiga okkur stað, án þess að ég sé að gera neina kröfu til þess að við séum sérstaklega teknir upp eða nefndir, einfaldlega vegna þess að þess þarf ekki. (Gripið fram í.) Það er nefnilega umburðarlyndið sem er fólgið í efahyggjunni að við getum velt öllu fyrir okkur, við hvorki játum né neitum í sjálfu sér. (Gripið fram í.) Að þessu leyti geta menn þess vegna sagt það, en ætli það sé nú ekki þannig að trúarbrögðin hafi á köflum reynst manninum — svo ákaflega inngróið sem það er í hann að vilja trúa einhverju, það horfist maður í augu við því að trúarbrögðin eru ævagömul og kannski nokkurn veginn samofin því sem sumir kalla siðmenningu en ég mundi frekar sem darvínisti kalla þróun mannsins. Það er bæði löngun hans til þess að vænta hins góða og þetta er aðferð hans til að glíma við að það er svo margt sem við skiljum ekki sem leiðist inn í þá list að trúa.

Annars held ég að munurinn á efahyggjumönnum sem þessum (agnotistum) og okkur yfirlýstum trúleysingjum sé í raun enginn.

Guðsteinn Haukur - 23/02/09 16:08 #

"Jú, það er rétt. Bjarni Harðar er yfirlýstur trúleysingi og um leið gallharður stuðningsmaður trúboðs í skólum. Furðulegur gaur!"

Sammála, það myndi ég kalla þversögn við sínar eigin skoðanir, skrítinn afstaða hjá honum Bjarna.

En gangi ykkur vel í að grafa þetta upp, því stundum þarf að grafa skoðanir manna um trúmál upp með töngum. Og verður þetta áhugaverð lesning þegar hún lítur dagsins ljós.

Arngrímur Vídalín - 23/02/09 19:08 #

Verst að framíköll eru ekki skráð í þingræðum og heyrast illa á upptökum.

Þá hlýtur það að vera nýskeð, því frammíköll voru einatt skráð, samanber þegar ÓRG mælti sín frægðarorð um Davíð.

Gunnar J Briem - 23/02/09 21:41 #

Hér eru þau orð sem Arngrímur var væntanlega að vísa til:

Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. (Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli. (Forseti: Ég bið hv. þm. að gæta orða sinna.)

Guðsteinn Haukur - 26/02/09 14:01 #

Ég varð að benda þér á fréttir af góðvini þínum honum Bjarna Harðar:

http://www.visir.is/article/20090226/FRETTIR01/963750468

Nú er þessi skoðanabróðir þinn að fara framboð með prest sér til hægri handar! :D Eruð þið alveg vissir að þessi maður sé trúleysingi fyrst að hann fær Drottins þjón í lið með sér? ;)

Matti - 26/02/09 14:24 #

Hann er fyrst og fremst tækifærissinni. Þórhallur hefur aðgang að stórri kosningavél (Þjóðkirkjunni).

Guðsteinn Haukur - 26/02/09 14:30 #

Ömmm ... hvað hefur þú fyrir þér að þjóðkirkjan sé kosningavél? Er þá send út refsing til sóknarbarna ef ekki er kosið rétt?

Matti - 26/02/09 14:32 #

Nei, ég á bara við að það er auðvelt að boða til funda um allt land og Þórhallur hefur góðan aðgang að fullt af fólki á landsvísu.

Guðsteinn Haukur - 26/02/09 14:39 #

Þórhallur hefur nákvæmlega ekkert leyfi til þess að nota húsnæði kirkjunnar til stjórnmálabrölts, en ef hann gerir það, mun ég láta í mér heyra og aldrei þessu vant þá verðum við samherjar í þeirri gagnrýni. ;)

Matti - 26/02/09 14:46 #

Þetta snýst nú líka mikið til um tengslanet annars vegar og aðgang að fjölmiðlum hins vegar. Þórhallur hefur hvoru tveggja.

Guðsteinn Haukur - 26/02/09 14:51 #

Ég skil hvað þú ert að fara en ég sé það ekki skipta miklu máli í þessu tilfelli. Bjarni hefur þau sambönd alveg eins og Þórhallur, þeir eru sirka jafn "frægir" ef svo má að orði komast. Þannig Þórhallur er jafn öflugur og Bjarni, ég sé Bjarna að minnsta kosti mun oftar í fjölmiðlum en Þórhall.

En myndir þú kjósa þá? ;)

Matti - 26/02/09 15:14 #

Finnst þér það sennilegt? :-)

Guðsteinn Haukur - 26/02/09 16:03 #

hehehehe ... ég beið reyndar eftir setningu eins og "over my dead body" eða eitthvað slíkt, en nei, mér þykir það afar ósennilegt að þú komir góðvini þínum í áhrifastöðu. Sama ég um mig, ég mun ekki kjósa þá. :)