Örvitinn

Fiskibollufúsk

Ég er að elda fiskibollur í fyrsta skipti. Hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera. Prófaði að googla vandamálið og fann m.a. þessa uppskrift Ragnars (besta moggabloggarans). Ákvað að nota hans uppskrift sem innblástur og er svo að hræra öllu sem ég finn saman við fiskinn (svona svipað og þegar ég geri kjötbollur). Í hakkinu eru núna: Tvö ýsuflök, einn laukur, þrjú hvítlauksrif, smá fersk basilika, einn rauður chili og lúka af ferskum kerfli. Þarf aðeins að velta þessu fyrir mér áður en ég klára bollurnar. Bæti eflaust við eggjum og hveiti. Svo kemur bara í ljós hvort þetta lukkast. Það er þá alltaf hægt að panta pítsur!

matur
Athugasemdir

Matti - 23/02/09 18:50 #

Við bættust tvö egg, teskeið af krukkupestó og u.þ.b. hálfur bolli af durum hveiti. Ég held ég láti þetta gott heita og fari bráðum að steikja.

Matti - 23/02/09 21:12 #

Bollurnar heppnuðust vel. Inga María var reyndar ekkert mjög hrifin og Áróra kvartaði undan lauk, ég þarf að hafa minna af lauk næst. Ég, Gyða og Kolla borðuðum bollur með bestu lyst.

Már - 23/02/09 22:48 #

Hvar finnur þú ferskan kerfil á þessum tíma árs?

Matti - 23/02/09 23:40 #

Í plastboxi í Nettó.