Örvitinn

"Rúmlega 500"

Í frétt Ríkisútvarpsins stendur:

Tæplega 253.000 manns voru skráð í þjóðkirkjuna um áramótin. Þeim fjölgaði um rúmlega 500 frá árinu áður en Íslendingum fjölgaði á sama tíma um tæplega 7000.

Fyrirsögnin er dálítið skondin miðað við fréttina eins og bent er á í athugasemd við síðustu færslu.

Sparðatíningur dagsins er að fjölgunin milli ára var 487*. Það kalla flestir tæplega 500.

Það er hægt að lesa ýmislegt áhugavert úr þessum tölum Hagstofunnar sem Pétur benti mér á.

* Mannfjöldi eftir trúfélögum
Þjóðkirkjan
2007 252.461
2008 252.948

kristni
Athugasemdir

sirrý - 27/02/09 19:00 #

Gekk ekki alveg að pasta þessu hérna inn en alla vega eru nýskráðir umfram brottskráða -1230 sem segir mér að það hefur fækkað um 1230 eða hvað? 2000 verið skráðir í hana en 3230 skráð sig úr ? varð einmitt hugsað til þín um daginn þegar ég var að fikkta í þessu.

http://hagstofan.is/?PageID=632&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN10200%26ti=Mannfj%F6ldi+eftir+tr%FAf%E9l%F6gum+og+skr%E1ningu+1994%2D2008+++++++++++++%26path=../Database/mannfjoldi/Trufelog/%26lang=3%26units=fj%F6ldi

Mannfjöldi eftir trúfélögum og skráningu 1994-2008
2008 Alls Nýskráðir umfram brottskráða Nýskráðir alls Brottskráðir alls Þjóðkirkjan 252.948 -1.230 223 1.453

Hjalti Rúnar Ómarsson - 27/02/09 19:17 #

Sirrý, 1453 skráðu sig úr henni, en 223 í hana, og síðan hafa nýfædd börn fjölgað kirkjumeðlimum um 1717 þar sem það varð 487 manna fjölgun í kirkjunni.

Sirrý - 27/02/09 21:57 #

Ég sá þetta betur þegar ég fiktaði meira í þessu skjali. Hvað meinar þú með að nýfædd börn hafi fjölgað þeim um 1717 ? teljast þau ekki með nýskráðum ?

Hjalti Rúnar Ómarsson - 27/02/09 22:32 #

Ég er nokkuð viss um að þessar nýju tölur eru bara þeir sem breyttu um skráningu sína (þeas fæddir og dánir eru ekki inn í þessu).

Miðað við að nýfæddir eru að mig minnir ~4500, þá væri mjög undarlegt ef aðeins 223 þeirra færu í ríkiskirkjuna ;)

Sirrý - 28/02/09 09:37 #

Ég er samála þér þar. en það er samt undarleg talning að telja bara þá sem eru nýskráðir. Þar sem ungabörn eru líka nýskráð.

Matti - 28/02/09 10:34 #

Hagstofan heldur þeim tölum líka til haga. Í þessu tilviki er bara verið að telja þá sem hafa tekið (meðvitaða) ákvörðun um að breyta trúfélagsskráningu. Ungabörn tilheyra ekki þeim hópi enda skráð sjálfkrafa við fæðingu.