Örvitinn

Prófkjörsblogg

Bloggsíður sem eru stofnaðar í kringum prófkjör og kosningar, en eru svo óvirkar þar fyrir utan, fara óheyrilega í taugarnar á mér.

kvabb
Athugasemdir

Einar Örn - 27/02/09 16:57 #

Amen! Ég skil t.d. ekki af hverju Eyjan er með svona frambjóðendablogg.

Lalli - 27/02/09 18:39 #

Mjög sammála þessu sbr. þetta hér. Annað hvort eiga menn að blogga sæmilega eða sleppa því.

Matti - 27/02/09 21:28 #

Lalli, ég var einmitt búinn að sjá þetta hjá þér og hefði átt að vísa (sorry). Ég sá enn eitt prófkjörsbloggið á blogggáttinni (held það hafi verið einhver Andrés) og varð pirraður :-)

BFI - 27/02/09 23:18 #

Verð að vera ósammála ykkur í þessu,(ekki það að þetta má alveg fara í taugarnar á ykkur) en er þetta ekki bara notað sem markaðstæki. Vettvangur til þess að koma sjónarmiðum sínum í ljós.

Eins og að pirra sig yfir að dominos auglýsi bara í megaviku en ekkert þess á milli.

Matti - 28/02/09 10:35 #

en er þetta ekki bara notað sem markaðstæki. Vettvangur til þess að koma sjónarmiðum sínum í ljós.

Jú og þess vegna fer þetta í taugarnar á okkur.

Mér finnst prófkjörsblogg líka svo fölsk. Fólk lætur eins og það stundi opin samskipti - en gerir það bara tímabundið meðan það þarf þessa tilteknu athygli - hættir því um leið og það hefur fengið starf (eða ekki).

BFI - 01/03/09 19:13 #

Já kannski þarf maður að vera bloggari sjálfur til að þetta fari í taugarnar á manni.

Matti - 02/03/09 11:31 #

Eflaust er það málið, þetta er einhver eigingirni í okkur sem höfum bloggað lengi og reglulega.