Örvitinn

Kristniboðsflokkurinn

Bjarni Harðarson og Þórhallur Heimisson hafa stofnað stjórnmálaflokk.

Ég veit bara tvennt um þennan flokk. Þeir eru andstæðingar Evrópusambandsins og ákafir stuðningsmenn kristniboðs í leik- og grunnskólum.

Þeir völdu listabókstafinn L, eflaust stendur það fyrir Lúsifer. Var J fyrir Jesús ekki laust?

Megi þeir fá tvö atkvæði. Þessa þjóð vantar ekki (fleira) vitlaust fólk á þing.

pólitík
Athugasemdir

Dulla - 02/03/09 12:55 #

Einmitt!

Matti - 02/03/09 13:15 #

Liggur beinast við að þeir sameinist einhverju Ómega framboði.

Óli Gneisti - 02/03/09 14:16 #

Ætli Jón Valur Jensson sé ekki þarna með? Hann ætlar í pólitík og er á móti ESB sem virðist vera höfuðmál þeirra. Hjörtur J. Guðmundsson kannski? Fullt af úrvals kandídötum...

En já, þrugl um þjóðleg viðhorf og trúarbrögð eru ákaflega vond blanda.