Örvitinn

Verkskráningar

Ég þarf að vera duglegri við að verkskrá regulega í vinnunni. Kannski ætti ég að reyna að líta á þetta sem stuttar bloggfærslur eða status update á Facebook. Sjá hvort þetta sé ekki einfaldlega viðhorfsvandamál.

Matti reddaði vandamáli X fyrir kúnna Y á klukkutíma og er þokkalega sáttur.

dagbók
Athugasemdir

Kalli - 03/03/09 14:19 #

Merkilegt. Þú minntir mig á að ég þarf að taka til tímana mína frá því í síðasta mánuði.

Ég hef stundum neyðst til að nota Twitter og Flickr til að finna út hvaða daga ég var að vinna. Ef Twitter klikkar fer ég og tékka á Flickr hvort ég tók ekki myndir á leiðinni heim úr vinnunni...

Sindri Guðjónsson - 03/03/09 19:24 #

Ég tók uppá að skrá öll verk sem ég sinnti hjá mér eitt sinn er ég var í sumarvinnu. Ástæðan var sú að yfirmaður minn dró eitthvað dugnað minn í efa. Ég ætlaði svo að sýna honum hvernig vinnudagurinn gekk fyrir sig, ef hann myndi eitthvað setja út á mig aftur. Það hins vegar gerðist ekki.