Örvitinn

Átta bókmenntafræðingar skrifa grein

Ég bíð spenntur eftir að átta bókmenntafræðingar taki sig saman og skrifi greinar í Morgunblaðið þar sem þeir færa rök fyrir því að kreppan sé afleiðing versnandi bókmenntasmekks íslendinga. Hér lesi fólk eintóma reyfara en engar fagurbókmenntir.

Bókmenntafræðingarnir benda að sjálfsögðu á að til að ná samfélaginu upp úr öldudal þurfi að gera bragarbót á og sjálfir séu þeir hæfasti til að kynna þjóðina fyrir alvöru bókmenntum,

Þessi grein mun aldrei birtast enda er hugmyndin fáránleg.

Átta guðfræðingar, siðrof og þörfin á sérþekkingu guðfræðimenntaðra. Það er allt annað mál. Ekkert klikkað við það.

Mér finnst stundum eins og samfélagið hafi tekið sig saman um að fíflast, þetta sé bara einhver geðbilaður brandari.

dylgjublogg
Athugasemdir

Kristján Atli - 02/03/09 18:13 #

Sem bókmenntafræðingur veit ég að reyfaraverslunin hefur ekkert nema góð áhrif á efnahaginn í landinu. Það er betra að fólk lesi Rauðu seríuna, Ísfólkið, Arnald eða álíka seríur en að fólk lesi ekki neitt.

Maður ætti kannski að skrifa grein og mæla með því að fólk lesi fleiri reyfara og kynni sér trúleysi með því til að bæta efnahaginn. Þú veist, sem bókmenntafræðingur og svona. ;)

Matti - 02/03/09 18:14 #

En þú verður að fá sjö fræðinga með þér. Allt annað er glatað :-)

Annars er ég fyrst og fremst að bíða eftir að einhver segi eitthvað út af þessum guðfræðingagreinum í Mogga. En ég held áfram að tuða aleinn :-)

Eiríkur Örn Norðdahl - 02/03/09 19:20 #

Ég skal taka undir með áttmenningunum. Lélegar bókmenntir geta af sér lélega hugsun og léleg hugsun getur af sér lélegt þjóðfélag (og léleg þjóðfélög eiga ekkert nema lélegheit skilið - og fá þau undantekningalítið í gnægðum).

Ekki svo að skilja raunar, að reyfarar séu lélegir í sjálfum sér, eða aðrar bókmenntagreinar í sjálfu sér góðar.

Ásgeir H - 03/03/09 05:12 #

Ég tek líka undir þessa grein, við þurfum greinilega að fara að safna undirskriftum og senda svo greinina upp á Mogga ...

Matti - 03/03/09 07:38 #

Andvarp.