Örvitinn

Ricky Gervais talar um trúleysi og trúarbrögð

(via reddit)

efahyggja
Athugasemdir

Nafnlaus gunga - 05/03/09 10:54 #

Ég verð nú að viðurkenna að þetta er ekki ólíkt að innihaldi og ræður Gunnars í Krossinum, maðurinn hefur greinilega engan efa um að hann hafi rétt fyrir sér, og auðvitað eru það trúarbrögð að trúa því að það sé enginn guð....

Allar skoðanir eiga rétt á sér, auðvitað, og enginn þeirra er réttari en önnur. Og það á ekki að þvinga neinu upp á neinn, samanber kristinfræðslu í skólum.

Matti - 05/03/09 11:01 #

Hvaða feimni er þetta, af hverju skrifarðu ekki undir nafni?

maðurinn hefur greinilega engan efa um að hann hafi rétt fyrir sér,

Varðandi ákveðið atriði sem vel er hægt að rökstyðja.

auðvitað eru það trúarbrögð að trúa því að það sé enginn guð

Auðvitað? Hver er átrúnaðurinn? Vandamálið er að orðið trúarbrögð hefur nokkrar ólíkar merkingar (nánar um það hér, þó stuðst sé við ensku hugtökin)

Allar skoðanir eiga rétt á sér, auðvitað,

Ekki viljum við banna fólki að hafa skoðanir, en...

og enginn þeirra er réttari en önnur.

Þessu er ég ekki sammála. Þú ekki heldur, því ef þú ætlar að halda því fram að þetta sé rétt ertu að setja fram skoðun sem þú telur að sé réttari en önnur (sú að sumar skoðanir séu réttari en aðrar).

Réttmæti skoðana hlýtur að fara eftir því hvort hægt sé að rökstyðja þær eða ekki.