Örvitinn

Setjum Alþingi á Austurvelli

Svanur, sem býður sig fram í prófkjöri Samfylkingar, stingur m.a. upp á að setning Alþingis verði færð.

Alþingi komi saman í Háskóla Íslands og hlusti á stutta ræðu rektors í stað þess að fara í dómkirkju kristinna. Einnig má sleppa alfarið slíku fyrir setningu Alþingis. #

Ég legg til að setning Alþingis fari fram á Austurvelli, fyrir framan alþjóð. Fulltrúi þjóðarinnar haldi ræðu, jafnvel 2 eða 3 með stutta ræðu. Hægt væri að velja fulltrúa með ýmsum hætti.

Ekki væri vitlaust að hafa skemmtiatriði til að trekkja að.

Svo legg ég til að hver þingmaður stígi fram og sverji þess eið að hann muni á Alþingi vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar, koma heiðarlega fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Ég held að setning Alþingis gæti orðið áhugaverður atburður. Fólk myndi jafnvel gera sér dagamun. Alþingi á að vera mikilvægt og njóta virðingar, setning Alþingis á að skipta máli. Þetta gæti orðið erfitt fyrir þingmenn, það er ekki útilokað að fólk myndi hrópa og mótmæla ef þeir eru að standa sig illa, en það væri fínt aðhald.

althingi_domkirkja.jpg

Það er skammarleg tímaskekkja að setning Alþingis hefjist í Dómkirkjunni, ömurleg arfleifð glataðra tíma. Dæmi um spillta tengingu ríkis og kirkju.

pólitík
Athugasemdir

Kristín í París - 05/03/09 15:44 #

Mjög skemmtileg hugmynd. Styð hana og hef á stefnuskrá í framboðinu mínu, eða nefni hana alla vega í kaffiboðinu mínu.

Hakon - 05/03/09 16:36 #

Mjög góð hugmynd með að þingmenn stigi fram og sverji nokkurs konar eið um að vinna að heilindum fyrir land og þjóð. Það tíðkast eitthvað sambærilegt í öðrum löndum er það ekki?

Matti - 05/03/09 19:27 #

Ég hef ekki hugmynd :-)