Örvitinn

Leikskólaprestur hefur átt "ánægjuleg samskipti við börnin"

Ég hef líka átt ánægjuleg samskipti við börnin í Seljahverfinu. ... Bolli Pétur segir að leikskólar séu veruleiki barna í dag ólíkt því sem áður var. "Kirkjan hefur víða boðið þá þjónustu að koma þangað með reglulegar fræðslu- og helgistundir fyrir börn. Þetta starf hefur verið á forsendum skólanna sjálfra og ég hef sinnt þessu starfi hér í Seljaprestakalli. Þessar stundir hafa falið í sér sögur, leikrit og söng." (feit- og skáletranir mínar - Matti)

Séra Bolli Pétur Bollason í kveðjuviðtali í Breiðholtsblaðinu. Það er fróðlegt að sjá að séra Bolli talar hér um helgistundir en gleymir svo bænakaflanum alveg í upptalningunni á því sem þar fer fram. Séra Bolli kennir smábörnunum nefnilega að tala við Gvuð.

Hvaða merkingu hefur það svo þegar prestar segja að leik- og grunnskólatrúboð sé á "forsendum skólanna". Við vitum að kirkjan eða prestarnir eiga alltaf frumkvæðið að þessu trúboði. Við vitum líka að oft hafa þeir kynnt þetta á fölskum forsendum, tala t.d. ekki um "helgistundir" heldur frekar um "sögur, leikrit og söng".

Séra Bolli segist ætla að halda áfram leikskólatrúboði á nýjum stað. Fjandinn hirði þau börn sem ekki aðhyllast kristna trú. Séra Bolla og frillu hans munu herja saman á börnin í Laufási.

Mikið óskaplega er ég feginn að losna við hann úr Seljahverfi. Kveðjuhugvekja hans í sama blaði er góð innsýn í hugarheim kristins trúarnöttara sem á ekkert erindi með kristniboð í leikskóla.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 06/03/09 00:39 #

Kirkjan hefur víða boðið þá þjónustu að koma þangað með reglulegar fræðslu- og helgistundir fyrir börn. Þetta starf hefur verið á forsendum skólanna sjálfra...

Vá, mótsögn í tveimur setningum.

Það sem mér finnst samt merkilegast við þessa færslu (og almennt trúmálafærslur hjá þér) er þögn prestanna (og djáknans) sem lesa bloggið þitt.

Matti - 06/03/09 00:44 #

Kannski eru þeir alveg hættir að skoða síðuna mína. Svo má djákninn eiga það að hann hefur andmælt leik- og grunnskólatrúboði kirkjunnar. Prestarnir styðja þetta flestir en þora ekki að segja það upphátt.

Halldór E. - 06/03/09 04:25 #

Þar sem ég er nefndur til sögunnar hér, þá hef ég litlu við orð Matta að bæta. Reyndar finnst mér Bolli skemmtilegur gaur og gaman að spila við hann knattspyrnu. Eins vil ég síður að börn utan kirkju fari til fjandans, en það snertir megininnihald færslunnar lítið.

Jón Yngvi - 06/03/09 09:19 #

Er þá ekki ráð að efna til kveðjuleiks fyrir séra Bolla áður en hann flytur norður? Stjörnulið Vantrúar gegn úrvalsliði reykvískra presta.

Haukur - 06/03/09 09:36 #

Halldór segir: "Eins vil ég síður að börn utan kirkju fari til fjandans"

Ágsborgarjátningin kennir að börn sem ekki eru skírð steypist í eilífa glötun:

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.

Eilíf glötun felur í sér að vera vakinn upp við heimsendi til að kveljast eilíflega með djöflum:

Kristur mun birtast við endi heims til að dæma og mun hann uppvekja alla dauða. Guðhræddum mönnum og útvöldum mun hann gefa eilíft líf og eilífan fögnuð. Guðlausa menn og djöflana mun hann fordæma, að þeir kveljist eilíflega.

Ég sé þess vegna ekki betur en að Þjóðkirkjan kenni að "börn utan kirkju fari til fjandans", ólíkt því sem Halldóri þætti æskilegt. Eða aðhyllist Þjóðkirkjan ekki raunverulega Ágsborgarjátninguna þótt hún segi það á heimasíðu sinni?

Matti - 06/03/09 10:10 #

Eða aðhyllist Þjóðkirkjan ekki raunverulega Ágsborgarjátninguna þótt hún segi það á heimasíðu sinni?

Bingó!

Kirkjan aðhyllist engar raunverulegar kenningar í dag. Hún hagar einfaldlega seglum eftir vindi. Sem er betra en að halda fast í bókstafinn og kreddur - en dálítið þreytandi þegar kirkjufólk snýr öllu á haus og þakkar sér og sínum kenningum (játningum) allt sem gott er - og öfugt.

Matti - 06/03/09 10:31 #

Er þá ekki ráð að efna til kveðjuleiks fyrir séra Bolla áður en hann flytur norður? Stjörnulið Vantrúar gegn úrvalsliði reykvískra presta.

Þetta var rætt af nokkurri alvöru fyrir einhverjum árum en ekkert varð úr. Það segir sig sjálft að stjörnulið vantrúar myndi rústa slíkum leik.

baddi - 06/03/09 21:52 #

good riddance, en greyið norðlendingar...