Örvitinn

Skráður í stjórnmálaflokk

Ég er kominn á þá skoðun að atkvæði mitt hafi meira vægi í prófkjörum heldur en alþingiskosningum.

Þess vegna skráði ég mig í stjórnmálaflokk í fyrsta skipti. Á morgun ætla ég að kjósa í prófkjöri í Reykjavík.

Oft hef ég þurft að sverja þennan flokk af mér en get það víst ekki lengur. Tja, ekki fyrr en eftir prófkjörið. Það á nefnilega alveg eftir að koma í ljós hvort ég kýs hann í alþingiskosningum.

Er að bisast við að reyna að taka þátt í prófkjöri hins stjórnarflokksins en tekst ekki að skrá mig.

Atkvæði mín munu dreifast á þá sem berjast gegn sambandi ríkis og kirkju, fyrir trúfrelsi og frjálslyndi. Þið þurfið ekkert að auglýsa hér, ég er búinn að finna þetta fólk.

pólitík
Athugasemdir

Haukur - 06/03/09 15:52 #

Velkominn.

Haukur - 08/03/09 01:19 #

Jæja, hvernig fannst þér til takast?

Matti - 08/03/09 01:26 #

Ég vissi ekki að úrslitin væru ljós, hef verið að kíkja af og til á fréttir eftir miðnætti.

Ég veit ekki hvað skal segja, ég hefði viljað sá suma ofar en átti svo sem ekki von á að aðrir sem ég kaus myndu ná ofarlega.

En mér þótti fyrirkomulag prófkjörs til fyrirmyndar og greinilega góð stemming í VG um þessar mundir.

Ég fylgist áhugasamur með framhaldinu.