Örvitinn

Sturlaðir bloggarar

Þegar einn allra sturlaðasti moggabloggarinn vitnar í annan álíka sturlaðan bloggara máli sínu til stuðnings, án nokkurra annarra raka, getur niðurstaðan aldrei orðið neitt annað en sturlun.

dylgjublogg
Athugasemdir

Carlos - 07/03/09 13:42 #

Einfalt nei hefði e.t.v. verið heppilegra en að henda út athugasemd. Ég veit þá allavega að ég hef hitt naglann á höfuðið - eða barið í þumalinn.

Matti - 07/03/09 18:30 #

Ég var að koma heim, hef ekki verið við tölvu frá 13:30. Hef ekki hugmynd um hvað Carlos á við með athugasemd sinni. Ég hef engri athugasemd eytt og engin athugasemd frá Carlos er í spamfolder.

Carlos - 07/03/09 23:01 #

Ég setti aths. í morgun inn á þessa færslu. Sá hana birtast, þ.e. þegar síðan kom upp aftur var athugasemdin inni. Þegar ég kom aftur að síðunni, stuttu eftir hádegi, var hún farin.

Matti - 07/03/09 23:04 #

Mér barst enginn póstur, eins og alltaf gerist þegar athugasemd er send inn. Athugasemdin er hvergi í kerfinu. Ég hef engu eytt.

Þér er velkomið að senda athugasemdina inn aftur.

Matti - 07/03/09 23:07 #

Já, þessi bloggfærsla á við - en nú ertu búinn að skemma dylgjubloggið.

Þess má geta að Vilhjálmur Örn birtir engar athugasemdir nema samþykkja fyrst. Því geta liðið margir klukkutímar frá því athugasemd er send inn þar til hún birtist - ef hún birtist á annað borð.

Matti - 07/03/09 23:21 #

Það sem ég sé í loggum er:

  • Þú kíktir inn kl. 12:37
  • Skrifaðir athugasemd kl: 12:40 [ [07/Mar/2009:12:40:04 +0000] "POST /cgi/mt-comments.cgi HTTP/1.1" 200 1876 ]

Notaðir þú "Skoða" möguleikann á síðunni?

Þegar þú "póstaðir" kl. 12:40 get ég ekki séð að þú hafir farið aftur á bloggfærsluna (það er engin slík beiðni í loggnum). Næst á eftir þessar POST línu er beiðni um favicon.ico [07/Mar/2009:12:40:05 +0000] "GET /favicon.ico] og svo gerist ekkert fyrr en nákvæmlega klukkutíma síðar [07/Mar/2009:13:40:33 +0000] "GET /2009/03/07/12.00/ HTTP/1.1" 200 16488]

  • Mættir aftur 13:40, sást að athugasemd þín var ekki inni og skrifaðir þá næstu.

Þannig að ef ég ætti að giska út frá server logg, þá fórstu inn, byrjaðir að skrifa athugasemd, valdir "Skoða" en ekki "senda" og komst svo aftur klukkutíma seinna og furðaðir þig á af hverju athugasemdin væri horfin.

Carlos - 08/03/09 10:21 #

Fín skýrsluvinna, Matti. Ég hugsa að einfaldasta skýringin sé einmitt sú að ég hafi ýtt á skoða frekar en senda. Tímarnir standast alla vega. Tek aftur fyrstu athugasemd og biðst afsökunar á að hafa gert mín mistök að þínum.

Matti - 08/03/09 12:08 #

Ekkert mál, ég fyrirgef. Far þú og syndga ekki meir ;-)

Matti - 08/03/09 12:23 #

Þess má geta að Vilhjálmur Örn hleypti ekki seinni athugasemd minni í loftið, þar sem ég svaraði Carlos. þar sagðist ég vera sammmála Carlos og hefði einmitt lesið fyrri bókina sem hann vísar á. Spurði svo hvort almennir starfsmenn banka bæru ekki einnig einhverja ábyrgð. Benti á að Vilhjálmur er klikkaður og má ekki heyra nokkurn minnast á neitt sem tengist helförinni án þess að klína upp á hann gyðingahatri. Eða eitthvað í þá áttina, ég man ekki alveg hvernig athugasemdin var.

Vilhjálmur Örn vildi t.d. meina að ég hefði verið að gera lítið úr helförinni með þessum pistli á Vantrú. (sjá athugasemd hér)

Carlos - 09/03/09 17:21 #

Þið Vilhjálmur Örn eruð ágætir báðir tveir, eruð báðir viðkvæmir fyrir ákveðnum hugmyndafræðilegum falsnótum og bregðist báðir við á ákveðinni festu og notið til þess ákveðinn talanda. En gerir það ykkur klikkaða? Ekki frá mínum bæjardyrum séð. Nema það að vera fylginn sér sé klikkun.

Matti - 09/03/09 17:25 #

Mér er líkt við Gunnar í Krossinum og mér er líkt við Vilhjálm Örn. Hvað er eiginlega eftir? :-)

Matti - 09/03/09 17:36 #

Annars er vert að taka fram að Vilhjálmur hleypti loks athugasemdum mínum á netið í dag. Ég ýtti einfaldlega á "fasisma"-takkann.

Carlos - 09/03/09 18:46 #

Tja, kannski þú takir lit af helstu andfætlingum þínum. Eða þið séuð svona týpur sem taka þetta fast á sínum málum og með ákveðnum hætti. Þú getur náttúrlega ákveðið að prófa að breyta róttækt til. Koma öllum á óvart.

Matti - 09/03/09 18:49 #

Nei Carlos, ef ég tæki mark á helstu gagnrýnendum mínum þyrfti ég að steinþegja um trúmál.

Ég held ég tjái mig áfram og sætti mig við samlíkingar. Það fylgir því að vera umburðarlyndisfasisti.

Carlos - 10/03/09 00:10 #

En hvað um að hætta ekki að tjá sig um trúmál en skipta á göddum og hunangi? Það má fanga flugur með því ...

Matti - 10/03/09 00:15 #

Vandamálið er að það skiptir ekki máli hvort maður notar gadda eða hunang. Þegar maður gagnrýnir ríkjandi ástand er maður umsvifalaust orðinn öfgamaður. Hver man t.d. ekki eftir "hatrömmu" samtökunum Siðmennt :-)

Það er ákveðin mýta að áður en Vantrú hafi byrjað að tjá sig ákveðið um trúmál (með göddum) hafi ekki verið neinir öfgamenn í þeirri umræðu hér á landi. Raunin er að áður en öfgamennirnir í Vantrú fóru að tjá sig voru aðrir sem fengu öfgastimpilinn þó tjáning þeirra væri fáránlega hógvær.

Ég hef notað allar aðferðir, fæ alltaf sömu viðbrögð. Held því bara áfram að nota þær allar eftir því hvernig viðrar :-)