Örvitinn

Dularfullt félagslíf

Getur einhver sagt mér hvaða félagslíf er verið að auglýsa þarna í efstu línunni?

auglýsing í sunnudagsmogga

IOOF stendur væntanlega fyrir Odd Fellows, 3 er númer stúkunnar, svo kemur dagsetning (hvað gerðist 19. mars 1998?) og loks tekið fram að eitthvað (samkoman?) er karlkyns - eða hvað.

Voðalega dularfullt og spennandi. Liggja félagsmenn yfir þessum auglýsingum og ráða í dulmál eða er þetta bara spurning um hagkvæmni, að auglýsa fyrir sem minnstan pening.

Ýmislegt
Athugasemdir

GH - 09/03/09 08:44 #

Mér þótti þetta lengi vel mjög dularfullt og spennandi en svo ... held að þetta séu alls kyns stúkur og karlaklúbbar sem auglýsa svona og vilja umlykja auglýsingar sínar dulúð, eins og starfsemina. Veit samt ekkert um Oddfellow, ef þetta er sá klúbbur. Hef bara heyrt að t.d. Frímúrarar viðhafi ýmsar skrýtna siði hjá sér, bæði kristilega og dulræna. Forvitni mín gagnvart þeim hefur þó með árunum vikið fyrir algjöru áhugaleysi.

Eyja Margrét - 09/03/09 09:08 #

Það væri lítið mál fyrir þetta fólk að koma sér upp tölvupóstlista þar sem það gæti tilkynnt um allar samkomur sínar frítt og með berum orðum í stað dulmáls án þess að við hin værum nokkurs vísari. Mig grunar að GH hafi hitt naglann á höfuðið varðandi dulúðina: Þau (þeir?) vilja að við hin vitum að það sé eitthvað afskaplega spennandi að gerast hjá þeim sem við erum útilokuð frá. Það er einhver svona "nananana búbú" stemning yfir þessu.

Kannski er svona leikur þátttökuhvetjandi. Félagsmönnum finnst kannski meira spennandi að liggja yfir svona en að fá einhver venjuleg fundarboð með tölvupósti.

pallih - 09/03/09 10:06 #

Þeir sem eru í Odd Fellow geta samkvæmt skilgreiningu ekki notað tölvupóst - enda eru þeir að lágmarki áttræðir.

Kristinn - 09/03/09 10:49 #

hver vill vera í félagi sem heitir Odd Fellow?!?!?

Og afhverju er enginn búinn að fara svona undercover og skrifa um eða filma hvað fer fram á þessum fundum?

eða.. sem er líklegra.. að einhver er búinn að því nú þegar og efnið er bara svo óspennandi að það tekur því ekki að gera myndina...

Gummi Jóh - 09/03/09 11:02 #

Oddfellow er bara bræðralag, ekkert funky þar að gerast eða verið að slátra geitum. Þeir styrkja allskonar hluti en eru ekki að básúna því í blöð eins og Kiwanis og Lions.

Þessi auglýsing þýðir að það sé fundur kl 8 hjá stúku nr 3. KK er karlkyn því það er til kvennastúka sem er líka nr 3. Ég skil ekki hinar tölurnar enda ekki meðlimur í Oddfellow, bara lyklabarn Oddfellowa með takmarkaðann skilning :)

Auglýsingin er þarna til að láta þá sem ekki mæta reglulega vita að það sé fundur og hvað sé að gerast á þeim fundi.

Óli Gneisti - 09/03/09 11:18 #

Mér finnst nafnið einmitt mest heillandi við þennan félagsskap.

Elías - 09/03/09 13:32 #

Mér skilst að frímúrarar séu í raun Míþrasdýrkendur. Öll þeirra ritúöl séu í samræmi við það sem við þekkjum um Míþrasdýrkun og tímatal sitt miða þeir við "sköpun ljóssins" fyrir sex þúsund árum síðan. Hins vegar eru þeir líka eitthvað að pukrast með uppdrætti af hofi Salómons konungs og gott ef hof þeirra eigi ekki samkvæmt sögusögnum þeirra að vera byggð á sama hátt.

Matti - 09/03/09 16:30 #

Þið takið vonandi eftir að ég segi ekki slæmt orð um Oddfellow, er í sömu stöðu og Gummi Jóh.

En varla er auglýsingaplássið í Morgunblaðinu svona hrikalega dýrt :-)

Ásgeir - 09/03/09 17:19 #

Þarna er það sagt sem þarf að segja, og það fyrir þá sem það skilja. Þess utan eru flestar stúkur með heimasíður sem eru opnar öllum. Það er nú allur leyndadómurinn.