Örvitinn

Mútur og spilling

Af hverju reynir enginn að múta mér? Tengist það því eitthvað að ég hef engin ítök?

Vil hér með koma því á framfæri að ég tek gjarnan við hverslags mútum og vil gjarnan vera þátttakandi í allskonar spillingu.

Þetta hlýtur að vera eftirsótt fyrst ótal margir hafa tekið þátt í þessu undanfarin ár.

dagbók
Athugasemdir

Teitur Atlason - 09/03/09 17:13 #

Ég skal bjóða þér upp á létt ristaðar mútur með sveppasósu og aldinmauki.

Mútur voru áður fyrr herramansmatur en hefur farið halloka fyrir pizzunni eins og svo margt annað. Steiktar og soðnar mútur voru á hversmanns borði þegar ég var að alast upp.

Már - 09/03/09 17:48 #

Mútur eru alvarlegt vandamál innan kaþólsku kirkjunnar og hafa spillt mörgum kórdrengnum.

Matti - 09/03/09 17:49 #

Úff, ég á slæma minningu af mútum og kirkju (þó ekki kaþólskri).

Arnold - 09/03/09 17:53 #

Mig langar líka að vera mútað. Væri alveg til í eins og 50 milljónir sem er bara klink. Svo mikið af dóti sem mig langar að kaupa :) Af hverju gat ég ekki einu sinni fengið svona kúlulán sem aldrei þarf að borga, bara afskrifa. Heimurinn er óréttlátur.

Matti - 09/03/09 17:54 #

Nákvæmlega, menn (strákar) þurfa myndavéladót og það er ekki gefins.

Arnold - 09/03/09 21:33 #

Jamm, alltaf að koma nýtt dót. Og dótið sem maður á og var nýtt fyrir ekki svo mörgum mánuðum síðan, er ekkert skemmtilegt lengur. 39 megapixlar eru eitthvað svo svakalega 2007. 60 mp er eina sem dugar :) Maður er fastur í vítahring dauðans.