Örvitinn

Í Héraðsdómi Reykjavíkur

Kíkti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Það var afskaplega forvitnilegt.

Mætti frægasta smáglæpamanni landsins við innganginn, hann bað um eld sem ég gat ekki reddað.

Deildi lyftu upp á aðra hæð með 44 ára fíkniefnasjúklingi og sakborningi í málinu sem lítur út fyrir að vera áttræð. Skil núna af hverju lögreglumaður varð brjálaður á sínum tíma þegar hann frétti að hún hefði keypt ávísanahefti með stolnum skilríkjum. Þetta lið í bankanum hefur verið í tómu tjóni. Hinn sakborningur mætti í lögreglufylgd, er að sitja af sér fjögurra mánaða dóm frá maí í fyrra.

Fékk málsgögn í hendur og hef verið að lesa. Mér þykir ekki mikið til koma.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 12/03/09 16:09 #

Mér fannst þetta ekkert svo leiðinlegt enda hef ég áhuga á þessu tiltekna máli. Ég get trúað því að það sé leiðinlegt að fylgjast með mörgum svona málum.

Sindri Guðjónsson - 12/03/09 18:08 #

Það er alveg augljóst að þú hafðir áhuga á þessu tiltekna máli ;-)