Örvitinn

Taken, Ghost Town og The Jerk

Gláptum á þrjár bíómyndir í bústað á laugardag. Fyrst á The Jerk sem við keyptum á DVD í Bónus Borgarnesi fyrir nokkrum mánuðum en höfðum ekki tekið úr plastinu. Jerk eldist ekkert rosalega vel en mér fannst samt nauðsynlegt að Áróra horfði á hana, þetta er náttúrulega klassík og sum atriðin eru frábær.

Þegar yngri stelpurnar voru farnar að sofa kíktum við á Taken, samkvæmt lýsingu virtist þetta hin fullkomna samsetning fyrir okkur - faðir í leit að dóttur sinni (fyrir Gyðu) drepur alla vondu kallana (fyrir mig). Myndin er ágæt hasarmynd ef maður spáir ekki of mikið í plottinu og siðferði.

Ghost Town er ansi skemmtileg rómantísk gamanmynd með Ricky Gervais. Helstu meðmælin með myndinni eru þau að Gyða vakti til hálf tvö og náði að klára myndina. Það gerist ekki oft.

kvikmyndir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 16/03/09 11:21 #

It was never easy for me, I was born a poor black child.