Örvitinn

Fasteignaverð er blekking

Tryggvi Þór Herbertsson tekur undir hugmyndir Framsóknarmanna um 20% niðurfellingu skulda, en reyndar bara skuldir þeirra sem eiga í viðskiptum við nýju bankana. Auk þess vill Tryggvi leggja niður vaxtabókakerfið og veita fólki í staðin skattaafslátt óháð tekjum, sem er afskaplega sjálfstæðisleg hugsun! Styrkjum ríka fólkið mest. Tillögur hans eru:

  1. Fella niður 20% af skuldum heimilanna og 20% af skuldum fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við nýju bankana.
  2. Afnema vaxtabótakerfið og gera vexti og verðbætur vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði frádráttarbær frá skatti næstu 5 árin án tillits til ráðstöfunartekna en með þaki á virði íbúðarhúsnæðis.

Meðal þess sem aðgerðir Tryggva eiga að ná fram er:

Þær hægja á lækkun fasteignaverðs eða stöðva hana og efnahagslífið fer af stað.

Ljóst er að fasteignaverð er alltof hátt, á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlega offramboð af húsnæði og hækkun undanfarinna ára var bóla. Hvað er þá að því að verðið lækki, er það ekki einfaldlega leiðrétting? Erum við betur stödd ef við viðhöldum þessari blekkingu eins og gert er í dag með eignaskiptasamningum þar sem verð beggja fasteigna er alltof hátt - svo fasteignasalinn græði örugglega.

pólitík
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 17/03/09 08:26 #

Það er svo sem vinkill í hugmyndum nafna míns varðandi ÍLS og sjóðfélagalán til fasteignakaupa sem hann lýsti ekki í þessum pistli hjá sér sem tengist uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Þessi hugmynd er ágæt en ég hefði viljað sjá niðurfellingar"þak" t.d. miðað við 20 milljóna höfuðstól lána eða eitthvað slíkt.

Það er vissulega rétt að fasteignaverð sé of hátt en ofskuldsetning er í raun að hamla því að eðlilegt markaðsverð myndist og að þessi leiðrétting komi fram! Skiptasamningarnir eru ekki bara til að fasteignasalinn græði heldur líka til að viðhalda veðrými beggja til að það sé hægt að eiga (óheilbrigð) viðskipti.

Matti - 17/03/09 08:28 #

Skiptasamningarnir eru ekki bara til að fasteignasalinn græði heldur líka til að viðhalda veðrými beggja til að það sé hægt að eiga (óheilbrigð) viðskipti.

Góður punktur.

Tryggvi R. Jónsson - 17/03/09 09:55 #

takk takk ;) þetta er mér hugleikið enda sit ég uppi með óselda eign :-)

Eygló - 17/03/09 11:19 #

Ég vildi að íbúðalánið mitt væri líka blekking...