Örvitinn

Kostnaður við stjórnlagaþing í samhengi

Gefum okkur að stjórnlagaþing kosti tvo milljarða eins og sumir segja þó mér finnist það glórulaust. Tel að við eigum einfaldlega ekki að borga fólki full laun fyrir þetta starf og annar kostnaður sem hefur veið nefndur sé út úr korti, en það er önnur umræða.

Tveir milljarðar er mikill peningur.

Ef stjórnlagaþing hefur vit á því að skera á tengsl ríkis og kirkju tekur innan við hálft ár að endurheimta tvo milljarða. Hálft ár ef við látum trúaða um að reka trúfélög og hættum að ausa fé úr ríkissjóði í þann málaflokk. Hálft ár ef trúaðir eru einfaldlega settir í sömu stöðu og þeir sem standa utan trúfélaga. Að sjálfsögðu endurheimtum við jarðeignirnar í sömu stjórnarskrá.

Er þetta nokkuð flókið?

kristni pólitík