Örvitinn

Kannabis og kreppa

Áfram heldur fíknó að finna kannabisverksmiðjur og í gær fannst sú stærsta hingað til. Bráðlega verður væntanlega skortur á kannabis á landinu með tilheyrandi verðhækkunum og auknum innflutningi.

Það hefur verið rosalegur gangur í þessu hjá fíknó undanfarið, grunsamlega mikill að mínu mati. Hvernig finna þeir þetta allt saman? Er verið að nota ólöglegar aðferðir?

Hvað um það. Ef efnahagshrunið væri rannsakað af sama krafti myndi ég vorkenna fjárglæframönnunum sem settu landið á hausinn. Er ekki um að gera að láta fíknó í það mál?

Reyndar leiðist mér yfirleitt svona samanburður, eitt þarf ekki að útiloka annað eins og guðfræðingarnir segja þegar þeir ættu freka að þegja.

eiturlyf
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 19/03/09 09:20 #

Þessar rassísur fíknó gegn innlendri kannabis framleiðslu hefur slæm áhrif á viðskiptajöfnuð við útlönd. Kannabisneytendur útvega sér efnin. Nú þurfa þeir að flytja dralsið inn. Það eru sem betur fer ekki um mikla peninga að ræða miðað við margt annað, en margt smátt gerir eitt stórt. Veljum íslenskt.

Sindri Guðjónsson - 19/03/09 12:42 #

Svona aðgerðir lögreglu eru klárlega ofbeldi, og eru mér ekki að skapi.

Kristján Hrannar - 20/03/09 09:21 #

Mig hefur alltaf grunað að þeir hafi vitað af þessum ræktunum, og litið fram hjá því þangað til núna, að lögregluna vantar gott PR. Í 300.000 manna samfélagi þar sem allir vita allt um alla er óhugsandi í mínum huga að lögreglan hafi ekki vitað af þessu.

Matti - 20/03/09 09:24 #

Mér þykir líklegt að þú hafir rétt fyrir þér.