Örvitinn

Eldsneyti og aurar

Þegar ég ók framhjá Atlantsolíu í morgun sá ég að verð á dísel hafði hækkað um 30 aura, úr 149,60 í 149,90 og þá fór ég að spá. Af hverju í andskotanum er enn verið að nota aura við verðlagningu á eldsneyti?

Er það til að hægt sé að leika sér með verðið fram og til baka án þess að neytendur verði þess varir?

Legg ég til og mæli um að þessum skrípaleik verði hætt og félögin námundi einfaldlega upp.

Ýmislegt
Athugasemdir

Baddi - 19/03/09 18:03 #

Nei það er betra að námunda niður.

Matti - 19/03/09 18:05 #

Ég vildi bara auðvelda þessum félögum breytinguna. Þau virðast nefnilega eiga mun auðveldara með að hækka en lækka. Ég held það hljóti að hafa eitthvað með tölvukerfin að gera.

Freyr - 20/03/09 09:11 #

Það er þó skárra heldur en hjá öðrum aðilum sem nota punktakerfi fyrir gjaldmiðil. Þú veist fyrir víst að 100 aurar = 1 kr, en 100 punktar... yppir öxlum