Örvitinn

Ósk Norðfjörð helsast

Mikið óskaplega leiðist mér þegar talað er um að fólk sem gengur í sértrúarsöfnuð "frelsist". Þetta er ekki frelsi heldur helsi. Krossinn er fordómafullt dómsdagskölt sem boðar fordóma gegn samkynhneigðum og öllum þeim sem ekki aðhyllast þessa vitleysu, auk þess að leiðtoginn er sífellt að tala um að dómsdagur sé í nánd.

Ég hvet ættingja og vini Óskar til að bjarga henni frá þessu bilaða fólki áður en illa fer. Það hefur nefnilega farið illa og dæmi er um að fólk hafi endað líf sitt vegna fordóma þessa viðbjóðslega sértrúarsafnaðar. DV fjallaði um slíkt mál fyrir nokkrum árum. Auk þess flytur Krossinn regulega inn kraftaverkahyski til þess að níðast á bágstöddum og hafa af þeim fé.

Og um þetta fjallar sorpritið Séð og heyrt eins og ekkert sé sjálfsagðara en að fólk gangi í dómsdagskölt.

kristni
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 19/03/09 23:30 #

Hmm, auðvitað er ekkert athugavert við að fólk gangi í dómsdagskölt þegar 89% þjóðarinnar eru skráð í eitt öflugt slíkt. Sennilega á reikna með að Ósk hafi einungis gengið úr einu dómsdagskölti og í annað.

Matti - 21/03/09 02:47 #

Má ekki nota frasann: Það er stigsmunur en ekki eðlismunur á Krossinum og ríkiskirkjunni?