Örvitinn

Vandamálið með beint lýðræði

Fólk er fífl.

pólitík
Athugasemdir

Arnold - 19/03/09 20:17 #

Hvað er beint lýðræði?

Matti - 19/03/09 20:26 #

Það fer eftir því hvern þú spyrð.

A.m.k. gengur það út á að fólkið kjósi beint um fleiri málefni. Ástþór Magnússon vill að við gerum það gegnum hraðbankana, aðrir vilja nota internetið.

Eins skeptískur og ég er á beint lýðræði, þá er ég ekkert endilega viss um að fulltrúalýðræði sé miklu betra.

Jón Magnús - 19/03/09 21:16 #

Það er mikil hætta við beint lýðræði að fólk hætti að nenna kjósa (sem gerist þegar verið er að kjósa um málefni sem enginn hefur áhuga á) og þar með fara þeir hagsmunahópar sem mestu hagsmunanna hafa að hafa jafnvel of mikil áhrif því að þeir nenna að mæta á kjörstað.

Allavega er ég ekki hrifinn af beinu lýðræði en það er hinsvegar hægt að auka vægi kjósenda í núverandi kerfi og þar með minnka spillingu og sérhagsmunagæslu mjög mikið. Hef meiri trú á því, því eins og þú segir - fólk er fífl!

Vilhjálmur Eyþórsson - 19/03/09 21:20 #

Samkvæmt greindarmælingum má áætla að um það bil rúmlega fjórðungur Íslendinga sé beinlínis heimskur, þ.e. undir ca. 76-80 stigum. Um helmingur er einhvers staðar í kringum meðalgreind, en rúmlega fjórðungur er eitthvað að ráði yfir 110 stig. Þetta þýðir í framkvæmd, að bandalag hinna meðalgreindu og hinna heimsku mun óhjálkvæmilega sigra í öllum kosningum. Ég vil kalla þetta sjötíu prósent regluna. Lýðræðið er, eins og Aristóteles benti á, stjórn hinna mörgu heimsku á hinum fáu vitru. Eins og börnin segja: Það er bara svona

Óli Gneisti - 19/03/09 21:34 #

Það þarf ekki einu sinni að menn séu heimskir. Hverju þingmáli getur fylgt ógrynni pappírs sem maður þyrfti að lesa. Fæstir myndu væntanlega taka upplýstar ákvarðanir. Síðan er bara svo mikið af málum.

Ég vil endilega fá möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri mál sem hægt væri að hafa upplýsta umræðu um.

Annars virðist Ástþór ekki telja sérstaklega nauðsynlegt að bændur til dæmis fái að kjósa.

Carlos - 19/03/09 22:00 #

Þú ert með sannleikann í höndum þér, að vanda. Kudos, spekingur.

Carlos - 19/03/09 22:01 #

Þessu síðasta beint til greinahöfundar, ekki annarra.

Óli Gneisti - 19/03/09 22:15 #

Ég hélt alltaf að þú hefðir bara verið óvinsæll meðal sóknarbarna þinna vegna þess hvað þú ert skrýtinn en mig er farið að gruna að það hafi verið vegna þess hve hrokafullur þú ert.

Arnold - 19/03/09 22:15 #

Asgoti er Carlos hvumpinn þessa dagana.

Carlos - 19/03/09 22:40 #

Skrýtinn, hrokafullur, aumingi, hvað kanntu fleira Óli Gneisti?

Ni, ekki hvumpinn, Arnold. Bara að pota í klisjur.

Óli Gneisti - 19/03/09 22:44 #

Sjálfum er mér alveg skítsama um það þegar fólk er, eins og þú sífellt að drulla, yfir aðra, mér leiðist bara þegar það fer að væla og þykjast vera heilagt um leið og það fær svör í sömu mynt.

Óli Gneisti - 19/03/09 22:45 #

Síðan máttu vita að í mínum huga er skrýtinn ekki niðrandi. Það er líklega munur á okkur tveimur.

Birgir Baldursson - 19/03/09 23:13 #

Ástæða þess að fulltrúalýðræðið er ekki hótinu skárra en beint lýðræði er auðvitað sú að það eru sömu heimskingjarnir sem kjósa yfir sig fulltrúana.

Sjáið til, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn munu ná völdum á nýjan leik í næstu kosningum.

Carlos er yndisleg manneskja, en svo virðist sem honum sé einstaklega í nöp við allt sem Matti lætur frá sér, hver sem ástæðan er.

Matti - 19/03/09 23:47 #

Þráhyggja?

Þú ert með sannleikann í höndum þér, að vanda. Kudos, spekingur.

Hvaða sannleika?

Æi, alveg rétt. Ég má helst ekki hafa skoðanir.

Arnold - 20/03/09 10:04 #

Ég hef líka spáð því og geri það enn að XD og XB myndi ríkistjórn í maí. Magnaður andskoti ef það verður raunin :)

Matti - 20/03/09 10:18 #

Það er ekki að fara að gerast. Fyrir því eru tvær ástæður.

Í fyrsta lagi ná þessir tveir flokkar ekki meirihluta. Ég held að margir sem annars hefðu kosið þá af vana muni frekar sitja heima heldur en að kjósa þá.

Í öðru lagi ætlar Framsókn sér ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Þau eru ekki búin að gleyma Búsáhaldabyltingunni.

hildigunnur - 20/03/09 11:13 #

Fari B í samstarf við D eru þeir heimskari en ég hélt.

Birgir hittir svo naglann á höfuðið með ástæðuna.

Eggert - 20/03/09 11:56 #

Ég held að fyrri ástæðan sem þú gefur, Matti, sé mikilvægari en sú seinni.

Ég efast um að Framsókn taki þriðja hjólið í vinstri stjórn fram yfir 'völd núna' með Sjálfstæðisflokknum, komi sú staða upp.

Það hefur verið ákveðinn samhljómur milli þessara tveggja flokka núna síðustu daga t.d. hugmyndin um 20% niðurfellingu skulda.

Arnold - 20/03/09 12:35 #

Kosningabaráttan er ekki byrjuð. Þetta eru fjórir flokkar. Ný framboð ná engum inn en taka fylgi af V og S. Fjálslyndir detta út. V og S eru alls ekki örruggir um að ná meirihluta og Framsókn sættir sig ekki við eitthvað aukahlutverk eins og Eggert bendir á. D og B eru auk þess mjög sammála um flesta hluti. Vilja t.d. báðir ekkert í alvörunni að við göngum í Evrópusambandið o.s.frv.

En kosninganóttin verður alla vega spennandi.

Birgir Baldursson - 20/03/09 18:39 #

Já, kosninganóttin ræður kannski úrslitum um það hvort maður telji sér fært að búa áfram í þessu landi. Það eitt og sér er æsispennandi.