Örvitinn

Af hverju voru bankainnistæður tryggðar?

Vegna þess að við þurfum bankakerfi.

Þess vegna þurfti forsætisráðherra að lýsa því yfir fyrir fall bankanna að allar innistæður væru tryggðar. Það gerði hann til að reyna að koma í veg fyrir áhlaup á þá. Eins og við vitum gekk þetta ekki eftir og bankarnir fóru í þrot.

Hjá Leno lagði Obama mikla áherslu á að bankainnistæður væru tryggðar. Af hverju gerði hann það? Jú, til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana og tryggja rekstur þeirra.

Það er því lítill tilgangur í að hlusta á þá sem telja að vandamálið hefði átt að leysa með því að sleppa að tryggja innistæður og láta innistæðueigendur taka skellinn. Allir hefðu tekið þann skell.

Þess má geta að innistæður mínar hefðu verið tryggðar að stærstum hluta hvort sem er miðað við lágmarkstryggingar þar sem þær voru undir 20.000 evrum (fer reyndar eftir gengi). Auk þess fór viðskiptabanki minn ekki á hausinn, þó hann sé reyndar kominn á kúpuna í dag.

pólitík
Athugasemdir

Arnold - 21/03/09 09:10 #

Og nú standa yfir umfangsmestu og dýrustu banka-björgunaraðgerðir sögunnar og það í vöggu kapitalismans, USA. Viku( eða tveimur) fyrir fall Glitnis var Lárus Welding í Silfri Egils og fullyrti að hvergi á vesturlöndum myndi banki vera látin fara á hausinn. Reyndar hafa einhverjir verið látnir fara á hausinn. En þessi vissa fjármálamannana um að á endanum myndu rískistjórnir og seðlabankar taka af þeim fallið sennilega verið stór faktor í að þetta fór allt á hvolf. Menn urður kærulausari og áhættusæknari fyrir vikið. Ég hefði haldið að þetta væri andkapitalískt að bjarga bönkunum. Reyndar er byrjað að bjarga allskonar fyrirtækjum. Hvert er þetta þá komið. Mér sýnist þetta vera orðin ansi vandræðalega staða fyrir kapitalista heimsins. Fjármálkerfið þarf að fara í massífa endurskoðun. Frjáls markaður er örugglega málið. Spurning hversu frjáls hann á að vera. Hann var fram að hruninu allt of frjáls. Frjálshyggjan eins og hún hefur verið framkvæmd er ekki að ganga upp, það er nokkuð ljóst.

Arnold - 22/03/09 16:30 #

Ég var alveg sammála honum nema að það er ekki hægt að láta bankana fara á hausinn eins og hann sagði. Þar með er frjálshyggjan ekki að ganga upp í framkvæmd.