Örvitinn

HHG

Af hverju fær Hannes allt þetta pláss í blöðunum? Maðurinn er eins og hver annar þráhyggjusjúlkingur sem hrópar sama ruglið aftur og aftur og aftur.

Maðurinn er ekki í framboði, hann er ekki stjórnmálamaður. Hann skiptir engu máli.

Það ætti að vera nóg að hann fái eins og eina grein birta á ári.

Svo getur hann bloggað eins og við hinir þráhyggjusjúklingarnir.

pólitík
Athugasemdir

hildigunnur - 21/03/09 16:09 #

Góð spurning, mjög góð spurning. Mikið væri ég til í að þurfa ekki að reka augun í röflið í honum...

Þórður Ingvarsson - 22/03/09 15:28 #

Hannes er svipuð fjölmiðla-fígúra og Aron Pálmi. Hlægilegir og hafa ekkert til málana að leggja.

Sindri Guðjónsson - 22/03/09 16:24 #

Hannes Hólmsteinn er betur skirfandi en flestir þráhyggjubloggarar. Sumt fólk kaupir blöðin til að lesa hann, bæði stuðningsmenn, og þeir sem telja hann alltaf vera úti á túni.

Matti - 22/03/09 18:43 #

Það kaupir enginn Fréttablaðið!

HHG er ekki vel skrifandi. Hann er bara góður í að afrita texta ;-)

Sindri Guðjónsson - 22/03/09 18:52 #

"Það kaupir enginn Fréttablaðið" Já! Þú meinar! Góður punktur.

"Hann er bara góður í að afrita texta"

Ég var næstum búinn að segja að hann væri færir í ritstuldri en flestir þráhyggjubloggarar. :-)

En hann skrifar samt sæmilega. Gerir ekki málfarsvillur, notar ekki málshætti og orðtök vitlaust, o.s.frv. Hann skrifar þokkalegan texta. (hvað sem mönnum kann svo að finnast um efnislegt innihald)

Sindri Guðjónsson - 22/03/09 18:54 #

Svo gæti meðal þráhyggjubloggari ekki búið til ódauðlegar setningar eins og "Sjálfstæðismenn vilja græða á daginn og grilla á kvöldin". (Þarf reyndar ekki að vera að hann hafi búið til setninguna sjálfur).