Örvitinn

Skattþrep og skatthlutfall

Ég hef ekki enn séð hvað mörg skattþrep hafa framyfir núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að breyta skattleysismörkum og skattprósentu. Af hverju hækka menn ekki bara skattleysismörkin og skattprósentuna, þá hækka skattar á hærri tekjur og lækka á lægri.

Annars styttist í að ég fari að hræðast skattahækkanir næstu ríkisstjórnar. Geri mér grein fyrir því að við munum þurfa að borga hærri skatta en er að verða smeykur um að það verði eitthvað svívirðilegt!

pólitík
Athugasemdir

Jón Magnús - 23/03/09 17:46 #

Það sem ég vil sjá í skattamálum að það verði lokað fyrir það að ehf borgi 10-12% minni skatt en venjulegir launþegar.

Mjög margir einstaklingar með þessi félög sem undir venjulegum kringumstæðum væru með sinn rekstur á sinni eigin kt. en með þessu sleppa þeir við að borga skatt sem við sem erum venjulegt launfólk borgum.

Hef ekkert heyrt um að það eigi að taka á þessu.

Matti - 23/03/09 17:47 #

Svo er spurning hvort ekki þurfi einfaldlega að hækka skatta á innfluttri lúxusvöru næstu árin.

Arnþór - 23/03/09 18:19 #

Fella niður tekjuskatta. Leggja einvörðungu á umhverfis- og neysluskatta. Með því næst gagnsæi og réttlæti og skjól fyrir hina auralausu. Hinir borga meira fyrir neyslu sína og afnot af umhverfi. Með því munu tekjur ríkisins hækka.

Sindri Guðjónsson - 23/03/09 19:03 #

Ron Paul vildi líka leggja niður tekjuskatta.

Alveg 100% sammála því að ekkki sé betra að vera með mörg (eða bara fleira en eitt) skattþrep. Það er hægt að hækka skattleysis mörkin og hækka skatta prósentuna, ef menn vilja nota skattana til að jafna tekjur.

Már - 23/03/09 23:00 #

Má ég benda ykkur á skattteknareiknivélina hans Hjalla

Eins og hún sýnir ágætlega, þá eykur ~5% hátekjuskattur á >500þús. króna laun, skattekjur ríkissjóðs um ca. 4 milljarða. ...það er miðað við tekjuskiptinguna eins og hún var á hans herrans ári 2007. Vísast mun launaþróun síðustu mánaða valda því að þessi tekjuaukning verður mun minni en það.

Málið er nebbla að fyrir þá tekjuhæstu eru fjölmörg skattaskjól í formi fyrirtækja- og fjármagnstekjuskatta, og aðdráttarafl slíkra skattaskjóla eykst stórlega um leið og tveggja þrepa hátekjuskattkerfið kemst á.

Ég er vinstrimaður og fylgjandi sköttum, en ég fíla ekki óþarfar viðbótarflækjur sem skapa næstum engar viðbótartekjur - og mögulega neikvæðar.

P.S. Mengunar- og auðlindabruðlsskattar + persónuafsláttur eru algjörlega málið.

Matti - 24/03/09 00:25 #

Þessi reiknivél er snilld.