Örvitinn

Hvað er Herðubreið að leiðrétta?

Ég fatta þetta ekki alveg.

Atli Gíslason segir að hagnaður vissra fyrirtækja hafi orðið til þegar fyrirtæki skrúfuðu upp viðskiptavild en Atli er kjáni samkvæmt Herðubreið því Margrét Flóvenz útskýrði í blaðagrein hvernig þetta gerist í raun. Það er, fyrirtæki A kaupir fyrirtæki B á yfirverði. Munurinn á eiginfé B og kaupverði er viðskiptavild.

Er Herðubreið að gleyma því að hér á landi skiptust auðmenn á fyrirtækjum eins og krakkar á fótboltaspilum? Við hver við-skipti hækkaði verð fyrirtækjanna og um leið viðskiptavildin sem svo var notuð til að greiða út arð.

Hvað er Herðubreið eiginlega að leiðrétta?

Ýmislegt