Örvitinn

Vandamálið með fjármagnstekjuskatt

Eins og ég hef áður bent á er fjármagnstekjuskattur í raun ekki 10% í verðbólgu auk þess að ekkert tillit er tekið til taps af annari fjárfestingu. Það er óskapleg einföldun að halda því fram að það sé lítið mál að hækka fjármagnstekjuskatta.

Ef þeir fara upp fyrir ákveðin mörk borgar sig einfaldlega ekki að eiga sparnað. Enda virðist það næstum því vera glæpur í þessu þjóðfélagi fáránleikans.

Uppfært: Það má bæta við að ríkið græðir hressilega á verðbólgu því fjármagnstekjuskattur er reiknaður af verðbótum. Þannig fer 10% af öllum verðbótum á innistæður hér á landi beint í ríkissjóð. Verðbætur eru því í praxís bara 90% á Íslandi.

pólitík